Svigrúm tveggja skóla til nýrra leiða í iðn- og verknámi : eftir gildistöku laga um framhaldsskóla nr. 92/2008

Ritgerðin segir frá rannsókn á tilraunum og viðleitni til nýbreytni á sviði iðn- og verknáms við tvo framhaldsskóla, Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV). Markmið rannsóknarinnar voru annars vegar að fá vitneskju um hvort og hvernig skólarnir hafa nýtt sér b...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Helga Stefánsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34106
Description
Summary:Ritgerðin segir frá rannsókn á tilraunum og viðleitni til nýbreytni á sviði iðn- og verknáms við tvo framhaldsskóla, Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV). Markmið rannsóknarinnar voru annars vegar að fá vitneskju um hvort og hvernig skólarnir hafa nýtt sér breytingar sem urðu á lögum um framhaldsskóla árið 2008 til að skapa sér sérstöðu með nýju eða breyttu námsframboði í iðn- og verkmenntagreinum. Hins vegar var markmið rannsóknarinnar að sjá hvernig skólarnir nýta sér markaðssetningu til að auka áhuga mögulegra nemenda á iðn- og verknámi. Rannsóknarspurning verkefnisins var: • Hvernig hefur VMA og FNV tekist að skapa sér sérstöðu með því að bjóða upp á nýjar leiðir, eða nýtt kennslufyrirkomulag, í iðn- og verkmenntagreinum? Einnig var leitað svara við tveim undirspurningum: • Hvaða hindrunum hafa skólarnir mætt? • Hvernig nýta þeir markaðssetningu til að fjölga nemendum í iðn- og verknámi? Til að svara rannsóknarspurningunum var notast við eigindlega aðferðafræði, einkum hálfopin viðtöl við skólameistara og kennara. Rannsóknin leiddi í ljós að þó að lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008) segi skólunum að setja sér námsbrautaralýsingar, og þrátt fyrir að mikið sé talað um að auka þurfi iðn- og verknám, er erfitt og tekur langan tíma að koma nýjum iðn- og verknámsbrautum í gegnum kerfið og fá þær samþykktar af yfirvöldum. Báðir skólarnir hafa reynt að setja á fót nýjar verknámsbrautir en rekist á hindranir. Sumar þessara hindrana eru afleiðingar reglna og starfshátta sem voru í samræmi við eldri lög og passa illa við ákvæði laganna frá 2008 um að skólar eigi sjálfir að hafa vald yfir gerð námsbrautarlýsinga og bera ábyrgð á námsframboði sínu. This research investigated attempts and efforts two secondary schools, Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) and Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (FNV), made to create new vocational programs. The goal of this research was to highlight whether and how the two schools used the changes in Upper Secondary Education Act No. 92/2008 to ...