„Þegar búið er að tengja þá getur allt mögulegt gerst“ : innsýn í skólastarf Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu

Litlir framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ekki fengið mikla athygli í rannsóknum hingað til. Í þessari ritgerð er sjónum beint að einum slíkum, Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu (FAS). Markmiðið er að varpa ljósi á hvernig FAS beitir tengslanetsmyndun um skemmri og lengri veg til að ta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halldóra Sigríður Halldórsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34104
Description
Summary:Litlir framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ekki fengið mikla athygli í rannsóknum hingað til. Í þessari ritgerð er sjónum beint að einum slíkum, Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu (FAS). Markmiðið er að varpa ljósi á hvernig FAS beitir tengslanetsmyndun um skemmri og lengri veg til að takast á við áskoranir og þróa þannig skólastarfið. Áhersla er lögð á áskoranir sem tengjast nýjum þörfum fyrir menntun á sviði ferðaþjónustu vegna fjölgunar ferðamanna í nágrenni skólans. Í því samhengi er fjallað sérstaklega um fjölþjóðlegt verkefni sem skólinn tekur þátt í sem kallast ADVENT og snýr að námi á þessu sviði. Um er að ræða tilviksrannsókn þar sem gögnum var safnað með vettvangsathugunum, viðtölum og greiningu fyrirliggjandi gagna. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er á sviði menningar-sögulegrar starfsemiskenningar, kenninga um samsett nám og kenninga um starfssamfélög. Niðurstöður leiddu í ljós að flestar þeirra áskorana sem FAS stendur frammi fyrir orsakast af staðsetningu hans í fámennu samfélagi á jaðarsvæði. Skólinn er í nánu sambandi við nærsamfélagið og leitast við að koma til móts við þarfir þess. Tengslanetsmyndun skólans hefur mikið gildi, til að mynda fyrir starfsþróun kennara, fjölbreytileika námsframboðs og mikilvægi skólans í víðara samhengi. Þessir starfshættir samræmast að talsverðu leyti hugmyndum um samsett nám og hafa reynst skólanum vel. Til að bregðast við þörfum fyrir nám á sviði ferðaþjónustu hefur skólinn þróað nám á fjallamennskubraut. Með því að beita greiningartólum sem byggja á menningar-sögulegri starfsemiskenningu var þróun þess greind. Greiningin leiddi meðal annars í ljós hvernig aðlögun námsins að framhaldsskólakerfinu kom í veg fyrir að mögulegt væri að sinna öllum þeim þörfum sem ætlunin var. Þær þarfir sem ekki hefur verið sinnt að fullu og eru efstar á baugi þessa stundina snúa að framboði á menntun fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Til að takast á við þetta átti FAS frumkvæði að ADVENT verkefninu sem skólar, rannsóknastofnanir og fyrirtækjaklasar í þremur löndum ...