Smiðjan - skapandi skólastarf í þróun : tilraun um kennsluhætti í grunnskóla

Smiðjan er heiti á þróunarverkefni við unglingadeild Langholtsskóla og snýr að vinnulagi þar sem samþættar eru nokkrar námsgreinar; íslenska, náttúrufræði og samfélagsgreinar auk viðfangsefna sem falla undir upplýsingatækni og stafræna miðlun. Þróunarverkefnið snýst um nýstárleg vinnubrögð af hálfu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Oddur Ingi Guðmundsson 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34095
Description
Summary:Smiðjan er heiti á þróunarverkefni við unglingadeild Langholtsskóla og snýr að vinnulagi þar sem samþættar eru nokkrar námsgreinar; íslenska, náttúrufræði og samfélagsgreinar auk viðfangsefna sem falla undir upplýsingatækni og stafræna miðlun. Þróunarverkefnið snýst um nýstárleg vinnubrögð af hálfu nemenda og kennara auk samspils upplýsingatækni og kennslufræðilegra hugmynda í námi, hugmynda á borð við verkefnamiðað nám, þemanám, þrautalausnanám, hönnunarmiðað nám og samvinnunám. Áhersla er lögð á samvinnu nemenda og kennara en að auki eru lykilhæfni, sem tilgreind er í aðalnámskrá, og sköpun, einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt námskránni, höfð í fyrirrúmi í allri vinnu nemenda (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011). Skólaþróunarverkefnið Smiðjan hefur víða vakið athygli fyrir framúrstefnulega nálgun í skólastarfi og er markmið þessa meistaraverkefnis að varpa ljósi á verkefnið, reynslu af verkefninu og þau fræði sem búa að baki. Meistara-verkefnið skiptist í greinargerð, þar sem fjallað er um Smiðjuna í Langholtsskóla í fræðilegu ljósi og stutta handbók fyrir stjórnendur, kennara, kennaranema og annað áhugafólk um skólaþróun, til birtingar undir heitinu Sprellifix – Smiðjan í skapandi skólastarfi. Þá hefur í tengslum verkefnið og samvinnu við félaga höfundar í Smiðjunni orðið til efnisvefur sem á að vera miðlægur grunnur upplýsinga um þróunarverkefnið og birta meðal annars námsefnið sem verður til á þess vegum. Smiðjan is the name of a school development project in Langholtsskóli, an elementary school in Reykjavík. The project attempts to create an fertile learning environment for both students and teachers, to apply project-based learning, thematic teaching, problem-based learning, design-based learning approaches and cooperative measure and collaborative work. Smiðjan is based upon integrated curriculum, bringing together the subject areas of Icelandic, natural- and social sciences among with information technology and digital media.The project also focuses on team-teaching and key competencies for students ...