Í sporum annarra : innleiðing verkefnis í samfélagsgreinum í grunnskóla á Íslandi

Meistaraverkefni þetta fjallar um rannsókn á innleiðingu verkefnisins Í sporum annarra: verkefni í samfélagsgreinum í grunnskóla á Íslandi. Ég samdi verkefnið á árunum 2015‒2016 og endurbætti það árið 2018 áður en ég kenndi það í fyrsta skipti. Rannsóknin fór fram í þriggja mánaða vettvangsnámi mínu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34094
Description
Summary:Meistaraverkefni þetta fjallar um rannsókn á innleiðingu verkefnisins Í sporum annarra: verkefni í samfélagsgreinum í grunnskóla á Íslandi. Ég samdi verkefnið á árunum 2015‒2016 og endurbætti það árið 2018 áður en ég kenndi það í fyrsta skipti. Rannsóknin fór fram í þriggja mánaða vettvangsnámi mínu haustið 2018, en rannsóknin sjálf stóð í tíu vikur. Verkefnið hefur það að markmiði að að nemendur geti sett sig í spor jafnaldra sinna í mismunandi löndum eða landsvæðum í heiminum. Undir lok verkefnisins eiga nemendur að geta leyst álitamál án þess að láta þjóðerni sitt lita afstöðu sína. Nemendur fara í rannsóknarleiðangur í gegnum land sem þeir fá úthlutað af handahófi. Þessi vegferð á sér stað með upplýsingaleit á netinu, lestri bóka og notkun forrita. Verkefnið byggir að miklu leyti á samþættingu samfélagsgreina. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir fræðilegum bakgrunni verkefnisins og þeirri hugmyndafræði sem það er byggt á. Jafnframt er verkefnið og ferli þess útskýrt og gerð grein fyrir þeim gögnum sem aflað var í rannsókninni. Þá verða niðurstöður hennar kynntar. Ég hef ekki fundið heimildir sem sýna fram á að álíka verkefni hafi verið gefið út, en Í sporum annarra er þó byggt að nokkru á aðferðum sem svipar til söguaðferðarinnar (skosku aðferðarinnar) og landsnámsaðferðarinnar sem Herdís Egilsdóttir er höfundur að. Gögn rannsóknarinnar, sem fylgdi sniði starfendarannsóknar, voru dagbók, nemendakannanir og rýnihópaviðtöl í lok vettvangsnámsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vel er hægt að nota verkefnið til kennslu í samfélagsgreinum, þó þörf sé á að endurskoða það með tilliti til orðalags spurninga, betri og virkari lýðræðislegra kennsluhátta og frekari tengingar við siðferðileg álitamál. Í ritgerðinni er að finna viðauka með gögnum sem nýtt voru við kennslu og mat á verkefninu. Viðaukana geta aðrir nýtt sér sem hafa áhuga á að prófa verkefnið. This thesis focuses on a study on the implementation of In another‘s shoes: project in social studies in compulsory schools in Iceland. I designed this project ...