Lesskilningur íslenskra nemenda á unglingastigi : hvernig má bæta lesskilning með áherslu á orðaforða

Síðustu ár hefur mikil umræða verið um mikilvægi lesskilnings til að ná árangri í námi og starfi. Hér á landi hafa margir haft áhyggjur af versnandi frammistöðu í lesskilningi íslenskra unglinga á PISA-prófunum frá árunum 2000 til 2015. Ástæður þessarar þróunar hér á landi hafa helst verið taldar þæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Haukur Ragnars Guðjohnsen 1991-, Elísa Margrét Pálmadóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34060
Description
Summary:Síðustu ár hefur mikil umræða verið um mikilvægi lesskilnings til að ná árangri í námi og starfi. Hér á landi hafa margir haft áhyggjur af versnandi frammistöðu í lesskilningi íslenskra unglinga á PISA-prófunum frá árunum 2000 til 2015. Ástæður þessarar þróunar hér á landi hafa helst verið taldar þær að börn heyra ekki eins mikið talað á íslensku og áður, áhugi á yndislestri minnkar og með minnkandi lestri kynnast þau færri orðum. Með minnkandi notkun tungumálsins verður orðaforði minni og lesskilningur versnar. Rannsóknir hafa sýnt að orðaforði er ein mikilvægasta undirstaða lesskilnings, og eftir því sem börn verða eldri þyngist lesefnið í skólanum og mikilvægara fyrir námið að þau hafi góðan orðaforða. Til að skilja lesefnið fyllilega þarf lesandi að þekkja að 95-98% orðanna. Lesefni, sem er gefið út sérstaklega fyrir skóla er yfirleitt búið orðskýringum en sjálfsagt er misjafnt hversu vel nemendur tileinka sér þær. Til að kanna áhrif orðskýringanna á lesskilning voru lesskilningspróf lögð fyrir þrjá árganga unglingastigs grunnskóla í Reykjavík. Hverjum árgangi var skipt í tvennt, tilraunahóp og samanburðarhóp. Rannsakandi útskýrði valin orð fyrir tilraunahópnum áður en prófið var tekið en ekkert var útskýrt fyrir samanburðarhópnum. Í ljós kom að tilraunahópurinn stóð sig í öllum tilvikum betur, svo munaði 1,33 að jafnaði á tíu stiga einkunnakvarða, og skýringarnar virtust koma nemendum á öllum getustigum að gagni. Þessi rannsókn staðfestir mikilvægi orðaskilnings fyrir lesskilning og gefur tilefni til að ætla að nemendur nýti sér orðskýringar til að skilja lesinn texta betur.