Temperature effects on trout production and movements across a natural thermal gradient in an arctic geothermal environment

Hitastig fer nú hækkandi á Jörðinni, svo mjög að þess eru engin dæmi á sögulegum tíma. Sýnt hefur verið fram á að hlýnun hefur einna mest áhrif á þá afræningja sem eru efstir í fæðuvefum. Lýsir þetta sér einkum í minni líkamsstærð, minni stofnum og aukinni hættu á útdauða. Í þessu verkefni voru könn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólafur Patrick Ólafsson 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33996
Description
Summary:Hitastig fer nú hækkandi á Jörðinni, svo mjög að þess eru engin dæmi á sögulegum tíma. Sýnt hefur verið fram á að hlýnun hefur einna mest áhrif á þá afræningja sem eru efstir í fæðuvefum. Lýsir þetta sér einkum í minni líkamsstærð, minni stofnum og aukinni hættu á útdauða. Í þessu verkefni voru könnuð áhrif hitastigs á urriða (Salmo trutta) í Hengladalsá og þverlækjum hennar, en Hengill (350-400 m.y.s.) er á virku jarðhitasvæði. Vorið 2006 voru veiddir 400 urriðar í tveimur köldum (2-8°C) og þremur heitum (12-23°C) þverlækjum, sem og í ánni sjálfri. Fiskarnir voru vigtaðir og mældir. Að því loknu voru þeir merktir með sk. PIT merkjum (Passive Integrated Transponders) og sleppt á sama stað og þeir voru veiddir. Fylgzt var með staðsetningu PIT merkjanna hálfsmánaðarlega sumarið 2006, vorið 2007 og þegar veður leyfði veturinn 2006-2007. Urriðarnir voru endurveiddir, vigtaðir og mældir snemma sumars 2007. Lífþyngd jókst samfara hækkandi hitastigi, bæði hvað varðar líkamsþyngd og stofnstærð. Rannsóknir sem unnar voru samhliða benda til að aukin framleiðni og meiri lífþyngd hryggleysingja í heitu lækjunum geti skýrt þessa óvæntu niðurstöðu. Í ljós kom að vaxtarhraði urriða jókst með hækkandi hitastigi og dánartíðni lækkaði, sem bendir til að meira framboð á næringarefnum í heitu lækjunum geti staðið undir meiri orkuþörf lífvera í þessum búsvæðum. Loks var sýnt fram á með skýrum hætti að urriðarnir hafa fasta búsetu í lækjunum, í stað þess að ganga í þá daglega eða árstíðabundið í því skyni að nýta sér aukið fæðuframboð þar. Nær allir urriðar fundust á sama 10 m bilinu í lækjunum allan þann tíma sem verkefnið stóð yfir, en far innan og milli lækja var hverfandi. Niðurstöðurnar benda til þess að reglur um áhrif hitastigs á stærð og spár um neikvæð áhrif hlýnunar á afræningja ofarlega í fæðukeðjum kunni að vera of einfaldaðar alhæfingar. Frekari rannsókna á sambærilegum kerfum við Hengil er þörf til að kanna hversu algild þessi viðbrögð urriða eru. Earth is currently undergoing a period of accelerated warming, ...