Leitin að Fríðu Hugljúfu : söngleikurinn Matthildur í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar

Rakel Björk Björnsdóttir stendur á krossgötum en ritgerð þessi markar viss tímamót í lífi höfundar sem útskrifast með B.A. gráðu af leikarabraut við Listaháskóla Íslands 15. júní, 2019. Ritgerðin er nákvæm yfirferð á ferðalagi Rakelar í söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu sem er jafnframt útskr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rakel Björk Björnsdóttir 1995-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33985
Description
Summary:Rakel Björk Björnsdóttir stendur á krossgötum en ritgerð þessi markar viss tímamót í lífi höfundar sem útskrifast með B.A. gráðu af leikarabraut við Listaháskóla Íslands 15. júní, 2019. Ritgerðin er nákvæm yfirferð á ferðalagi Rakelar í söngleiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu sem er jafnframt útskriftarverkefni hennar við Listaháskólann í samstarfi við Borgarleikhúsið. Fjallað er um hvaða aðferðir og leiðir höfundur notaði til að skapa og túlka persónu Fríðu Hugljúfu, kennara Matthildar í verkinu, á trúverðugan hátt. Auk þess gerir Rakel grein fyrir uppgötvunum, áskorunum og lærdómi ferlisins. Hafsjó af þekkingu og verkfærum er hægt að tileinka sér í skapandi verkefnum en aðferðirnar sem stuðst var við, voru að stórum hluta úr smiðju leikhúsfrömuðanna Konstantin Stanislavski og Michael Chekhov. Skiptist ritgerðin upp í fjóra meginkafla og í hverjum kafla er fjallað ýtarlega um aðferðir, nálgun, reynslu og lærdóm höfundar. Fyrst er sagt frá verkinu Matthildi. Þá tekur við kafli um rannsóknarferlið, greiningu í anda Stanislavski, baksögu Fríðu Hugljúfu og hvernig höfundur nýtir aðferðafræði Chekhov til að virkja líkamann enn frekar við persónusköpunina. Í þriðja kafla fjallar höfundur um sýningartímabilið, mikilvægi þess að varðveita orku og greinir frá aðferðum sínum til að styðja við lífræna sviðstilveru. Að lokum dregur höfundur saman lærdóm og gjafir ferlisins. Rakel heldur full tilhlökkunar af stað út í óvissu framtíðarinnar með ríkulegt veganesti úr námi sínu við Listaháskóla Íslands. Er ég verð stór, þá verð ég kaldur karl með sann og kýli niður drauginn þann er hvíldi undir rúmi, en þá verð ég stór. Rakel Björk Björnsdóttir is at a crossroads, but this thesis marks a certain turning point in the life of the author who graduates with a BA degree in Acting from The Iceland University of the Arts in June, 2019. The essay is a detailed review of Rakel's journey in The Musical Matthildur in The Reykjavík City Theatre. The performance is Rakel’s graduation project from The Iceland University of the Arts in ...