Lokaverkefni leikara : Mutter Courage og börnin hennar eftir Bertolt Brecht undir leikstjórn Mörtu Nordal

Í þessari rannsóknargreinagerð fer ég yfir ferlið að uppsetningu útskriftarverks leikarabrautar Listaháskóla Íslands, vorið 2019. Verkið sem hópurinn tókst á við var hið epíska leikrit Mutter Courage og börnin hennar eftir Bertolt Brecht. Greinagerðinni er skipt upp 4 meginkafla: umfjöllun um verkið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Halla Elíasdóttir 1992-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33981
Description
Summary:Í þessari rannsóknargreinagerð fer ég yfir ferlið að uppsetningu útskriftarverks leikarabrautar Listaháskóla Íslands, vorið 2019. Verkið sem hópurinn tókst á við var hið epíska leikrit Mutter Courage og börnin hennar eftir Bertolt Brecht. Greinagerðinni er skipt upp 4 meginkafla: umfjöllun um verkið sjálft, æfingaferlið, sýningaferlið og að lokum er gerð samantekt á uppgötvunum sem leikkonan gerði og þann lærdóm sem hún dró af þeim. Aðalumfjöllunarefnið er undirbúningur leikara til vinnunnar sem krafist er af honum í leikhúsinu. Þá er átt við karaktersköpun og tæknilega vinnu með líkama og rödd. Farið er yfir rannsóknarvinnuna, allt frá greiningu karaktersins yfir í æfingarnar og aðferðirnar sem notaðar voru til að ná dýpt og öryggi. Ótal spurningar kvikna og reynir maður að svara þeim öllum og velta fyrir sér. Spurningar eins og: ,,Hvernig hreyfir hann sig? Hvar og hvenær talar hann hratt, hvenær er hann að tala við sjálfan sig/hugsa upphátt, hvar liggur fókusinn?“ Vangaveltur og tilraunir með rödd og líkama skapa líf og dýnamík í karakterinn sem verður ekki tekin til baka og lifir í þér í hvert skipti sem þú ferð með textann hans. Hvernig þú meðhöndlar textann hefur mikil áhrif og því þarf að halda áfram að prófa nýja leiðir í hvert sinn sem þú ferð út á gólf. In this research analysis, I will go over the process of putting on stage the graduation piece by the acting department from the Iceland University of the Arts, spring 2019. The piece that the group did was the epic play Mutter Courage and her children by Bertolt Brecht. The analysis is divided into 4 main chapters; a discussion of the piece itself, the rehearsal process, the process of the show and finally a summary of the actress's discoveries and lessons. The main topic is the preparation of the actor for the work required of him in the theater. This means character creation and technical work with body and voice. The research work is reviewed, from character analysis to exercises and methods used to gain depth and comfort in the role. There are ...