„Þeir kalla hann ósýnilega sjúkdóminn .“ : upplifun fólks sem lifir með vefjagigt : rannsóknaráætlun

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðar rannsóknar er að skoða upplifun einstaklinga af því að vera með vefjagigt, reynslu þeirra af viðmóti heilbrigðisstarfsmanna sem og upplifun þeirra af viðhorfi samfélags...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Vala Guðmundardóttir 1989-, Særún Thelma Jensdóttir 1983-, Hildur Sif Rafnsdóttir 1991-, Anna Margrét Eðvaldsdóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33974
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðar rannsóknar er að skoða upplifun einstaklinga af því að vera með vefjagigt, reynslu þeirra af viðmóti heilbrigðisstarfsmanna sem og upplifun þeirra af viðhorfi samfélagsins. Notast verður við eigindlega aðferðafræði og stuðst verður við rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði, sem hentar vel til rannsókna á mannlegri reynslu. Á heimsvísu er áætlað að 1,78% almennings séu með vefjagigt. Vefjagigt er langvarandi verkjaheilkenni en þrátt fyrir fjöldann allan af rannsóknum er orsök og eðli hennar ekki fullþekkt. Sú mýta að vefjagigt sé sálvefrænn sjúkdómur hefur verið lífsseig og framan af var vefjagigt þekkt sem „ruslakistugreining“ sem einstaklingar fengu þegar þeir höfðu óútskýrða verki frá stoðkerfi. Þrátt fyrir að til sé gagnreynt þverfaglegt efni um tilvist vefjagigtar, er enn fagfólk innan heilbrigðisstétta sem trúir því úrelta viðhorfi. Í dag er greiningin vefjagigt byggð á einkennum þar sem hún er ekki mælanleg með hefðbundnum klínískum rannsóknum og snýr meðferð að því að halda einkennum niðri þar sem varanleg lækning er ekki þekkt. Höfundar þessarar ritgerðar telja að mikilvægt sé að varpa ljósi á hver upplifun og reynsla einstaklinga sem lifa með vefjagigt sé þar sem ákveðið skilningsleysi hefur ráðið ríkjum sökum ósýnileika einkenna. Okkar von er sú að með fyrirhugaðri rannsókn megi auka og dýpka þekkingu og skilning á vefjagigt innan heilbrigðiskerfisins og rannsóknaráætlun þessi verði grundvöllur til frekari rannsókna á þessu sviði á Íslandi. Við trúum því að með aukinni fræðslu um vefjagigt öðlast almenningur betri þekkingu og með þeim hætti myndu einstaklingar sem glíma við heilkennið fá meiri skilning. Lykilhugtök: Vefjagigt, langvinnir verkir, síþreyta, viðmót, reynsla. The following research proposal is a final thesis for a Bachelor of Science degree in nursing at the University of ...