Könnun á stöðu skólasafna í grunnskólum á Íslandi : gætir jafnræðis meðal grunnskólanemenda á Íslandi?

Efni þessarar ritgerðar er rannsókn sem gerð var á skólasöfnum í íslenskum grunnskólum. Rannsóknin hófst í maí 2018. Markmiðið er að skoða stöðu skólasafna í grunnskólum. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Gætir jafnræðis meðal grunnskólanema á Íslandi varðandi aðgengi að skólas...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vala Nönn Gautsdóttir 1966-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33970
Description
Summary:Efni þessarar ritgerðar er rannsókn sem gerð var á skólasöfnum í íslenskum grunnskólum. Rannsóknin hófst í maí 2018. Markmiðið er að skoða stöðu skólasafna í grunnskólum. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Gætir jafnræðis meðal grunnskólanema á Íslandi varðandi aðgengi að skólasöfnum? • Er ytri umgjörð skólasafnanna sambærileg á milli skóla? • Er það faglega starf sem fram fer á skólasöfnunum sambærilegt á milli skóla? Notuð var megindleg aðferðafræði og var gagna aflað með því að senda spurningalista til allra grunnskóla á Íslandi, alls 174 að tölu. Svarhlutfallið var 75,8%. Lýsandi tölfræði er notuð til að finna hvað er dæmigert fyrir gögnin og gegna myndir og töflur stóru hlutverki við framsetningu niðurstaðna. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að ekki gæti jafnræðis varðandi aðgengi grunnskólanemenda á Íslandi að skólasöfnum. Einnig má sjá að ekki er samræmi í faglegri starfsemi safnanna né heldur ytri umgjörð þeirra. Dæmi eru um að skólar með svipaðan nemendafjölda, í sama sveitarfélagi, úthluti misháum upphæðum til bókakaupa fyrir skólasöfnin. Stöðuhlutfall starfsmanna er misjafnt og þátttaka í faglegri starfsemi er einnig ólík á milli skóla. Menntun starfsmanna er misjöfn og hlutfall þeirra sem ekki hafa neina háskólamenntun er nokkuð hátt. Einnig telur tæplega helmingur starfsmanna að ekki fari fram kennsla á safninu. The subject matter of this thesis is a quantitative research regarding school libraries within the Icelandic primary and secondary school system (students between the ages 6-16 years). The research took place in May 2018. The research questions were: Do students in primary and secondary schools in Iceland have equal learning opportunities regarding access to school libraries? • Are operational facilities comparable between the schools? • Is the professional participation comparable between the schools? The data was gathered by sending questionnaires to all primary/secondary schools in Iceland, 174 in total. Response rate was 75,8%. The data analyses were mainly ...