Áhrif umhverfis á hlutdeild í heilsueflingu : upplifun eldri íbúa á Norðurlandi : rannsóknaráætlun

Rannsóknaráætlun þessi er hluti af stærri rannsókn sem ber heitið Heilsufar og vellíðan eldra fólks á Norðurlandi. Hefur búseta eldra fólks ≥ 65 ára, í þéttbýli eða dreifbýli, áhrif á heilsufar og vellíðan? Eldri íbúum fer hratt fjölgandi, því er mikilvægt að huga m.a. að heilsueflingu. Umhverfisþæt...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bylgja Þrastardóttir 1990-, Eva Snæbjarnardóttir 1990-, Kolbrún Halla Guðjónsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33936
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er hluti af stærri rannsókn sem ber heitið Heilsufar og vellíðan eldra fólks á Norðurlandi. Hefur búseta eldra fólks ≥ 65 ára, í þéttbýli eða dreifbýli, áhrif á heilsufar og vellíðan? Eldri íbúum fer hratt fjölgandi, því er mikilvægt að huga m.a. að heilsueflingu. Umhverfisþættir hafa áhrif á hlutdeild í heilsueflingu t.a.m. búsetuskilyrði, aðgengi að úrræðum, félagslegur stuðningur og veðurfar. Því þarf að skapa umhverfi sem auðveldar þeim að viðhalda færni, heilsu og vellíðan. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að afla upplýsinga frá íbúum 65 ára og eldri á Norðurlandi um hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif á hlutdeild þeirra í heilsueflingu. Einnig hvaða umhverfisþætti íbúar telja þurfa að vera til staðar til að efla þátttöku þeirra í heilsueflingu. Því verður leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig upplifa íbúar 65 ára og eldri á Norðurlandi áhrif umhverfisþátta á hlutdeild þeirra í heilsueflingu? Hvað þarf að vera til staðar til að íbúar 65 ára og eldri á Norðurlandi upplifi hlutdeild sína í heilsueflingu sterkari? Rannsóknin verður eigindleg þar sem gögnum verður aflað með opnum viðtölum við að lágmarki 20 manns. Notast verður við tilgangsbundið úrtak úr stærri rannsókn til þess að fá sem fjölbreyttastan hóp þátttakenda með ólíka reynslu. Forsendur fyrir þátttöku eru að vera 65 ára eða eldri, búa heima á Akureyri, Þingeyjarsýslu og Skagafirði. Þátttakendur verða valdir eftir kyni, aldri, búsetu, tekjum, samgöngumáta, félagslegri stöðu og hjálpartækjanotkun. Greining gagna mun fara fram með eigindlegri innihaldsgreiningu. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að komast að því hvernig hægt er að skapa aðstæður og umhverfi sem gerir eldri einstaklingum á Norðurlandi kleift að viðhalda eða efla hlutdeild sína í heilsueflingu á þeirra forsendum. Upplýsingarnar sem koma frá íbúunum verður einnig hægt að nota til stefnumótunar á þjónustu við eldri einstaklinga. Lykilhugtök: Áhrif umhverfis, heilsuefling, hlutdeild, eldri íbúar, upplifun. This study proposal is a part of ...