Áhrif ofbeldis á andlega líðan kvenna á meðgöngu

Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S.-prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna áhrif ofbeldis á meðgöngutíma á andlega líðan þungaðra kvenna. Í fyrirhugaðri rannsókn munu rannsakendur styðjast við megindlega rannsóknaraðferð. Rannsókni...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Thelma Ýr Guðjónsdóttir 1993-, Kolbrún Rós Björgvinsdóttir 1993-, Jóhanna Rannveig Þórhallsdóttir 1994-, Stefanía Þórðardóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33934
Description
Summary:Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S.-prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna áhrif ofbeldis á meðgöngutíma á andlega líðan þungaðra kvenna. Í fyrirhugaðri rannsókn munu rannsakendur styðjast við megindlega rannsóknaraðferð. Rannsóknin verður lýsandi samanburðarrannsókn sem ber saman mun á milli hópa. Leitað verður svara við því hvernig andleg líðan kvenna á meðgöngu er hjá þunguðum konum sem leita til mæðraverndar á höfuðborgarsvæðinu. Kannað verður hvort munur sé á milli þessara kvenna eftir því hvort þær hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi á meðgöngutímanum, orðið fyrir annars konar ofbeldi á þessari meðgöngu eða hafa ekki orðið fyrir ofbeldi á meðgöngutímanum. Edinborgar-þunglyndiskvarðinn verður notaður til að kanna mun á andlegri líðan þessara kvenna. Höfundar vonast til að í framhaldi af fyrirhugaðri rannsókn verði hægt að skoða sérstaklega þessa þrjá hópa og þá hvort auka eða bæta þurfi þjónustu til einhverra af þessum hópum. Ef tilgáta höfunda reynist rétt og þær konur sem verða fyrir ofbeldi á meðgöngu líður verr andlega, opnar það vonandi augu heilbrigðisstarfsmanna fyrir mikilvægi þess að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi og umfram allt að þora að spyrja um ofbeldi. This research proposal is a thesis for B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the expected research is to explore mental health of women in connection with their experience of violence during pregnancy. In this research the researchers will be using quantitative method and descriptive randomised clinical trial to compare the groups. The intention of this proposal is to answer the question how mental health of women during pregnancy is, with those who seek the help of antenatal care in the capital area in Iceland and if there is a difference between these women depending on if during this pregnancy they are experiencing intimate partner violence, other kind of violence or have not experienced violence during this pregnancy. ...