Bláköld drengjasaga : reynsla drengja af kynferðislegu ofbeldi á vistheimilum á Íslandi

Rannsóknaráætlun þessi er 12 eininga lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að undirbúa rannsókn sem skoðar reynslu karlmanna af kynferðislegu ofbeldi í æsku eftir að hafa verið vistaðir á vistheimilum á Ísla...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Karen Eva Sigurðardóttir 1995-, Sesselía Söring Þórisdóttir 1994-, Tinna Torfadóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33932
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er 12 eininga lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að undirbúa rannsókn sem skoðar reynslu karlmanna af kynferðislegu ofbeldi í æsku eftir að hafa verið vistaðir á vistheimilum á Íslandi á árunum 1947-1993 og áhrif þess á heilsu þeirra og líðan síðar á lífsleiðinni. Kynferðislegt ofbeldi er áfall fyrir barn og getur haft mikil áhrif á heilsu þess til frambúðar t.d. andlegar- og líkamlegar afleiðingar ásamt áhættuhegðun sem er ógnandi við heilsuna. Markmið verkefnisins er að opna umræðuna í samfélaginu sem vonandi leiðir til þess að fleiri karlmenn leiti sér aðstoðar og fái þá aðstoð sem þeir þarfnast og geti þannig komið í veg fyrir langvarandi heilsufarsleg vandamál. Rannsóknaraðferðin sem stuðst verður við er eigindleg þar sem notast er við hálfstöðluð viðtöl, og unnin eftir Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði. Rannsóknarspurningu sem leitast verður við að svara í fyrirhugaðri rannsókn er eftirfarandi: Hver er reynsla karlmanna sem voru á vistheimilum á Íslandi, af kynferðislegu ofbeldi í æsku og heilsufari og líðan? Þátttakendur rannsóknarinnar verða 10 karlmenn þar sem skilyrðin fyrir þátttökunni eru að vera karlmaður, hafa verið vistaður á vistheimili á þessum árum og hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á meðan dvöl þeirra stóð. Höfundar vonast eftir því að í framhaldi af þessari rannsóknaráætlun og niðurstöðum fyrirhugaðrar rannsóknar muni það efla vitneskju heilbrigðisstarfsfólks um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis sem mun í kjölfarið efla fræðslu og forvarnarstarf gegn kynferðislegu ofbeldi ásamt úrræðum og þjónustu við þá sem lent hafa í slíku ofbeldi. Lykilhugtök: kynferðislegt ofbeldi, afleiðingar áfalla, ACE (adverse childhood experience), líkamleg heilsa, andleg heilsa, vistheimili, áhættuhegðun, áfallastreituröskun, sjálfsvíg. This research curriculum is a thesis project and is worth 12 credits towards a B.S. degree in nursing science from the Medical Science Department at the ...