Vímuefnavandi á meðgöngu : reynsla barnshafandi kvenna með vímuefnavanda af skaðaminnkandi nálgun í þjónustu heilbrigðisstarfsfólks

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Notkun vímuefna á meðgöngu er alvarlegt heilsufarslegt vandamál sem getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir móður, ófætt barn hennar og samfélagið í heild. Vísbendingar benda til þess að not...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Erla Kjartansdóttir 1989-, Ólöf Jóna Ævarsdóttir 1993-, Sólveig Gylfadóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33931
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Notkun vímuefna á meðgöngu er alvarlegt heilsufarslegt vandamál sem getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir móður, ófætt barn hennar og samfélagið í heild. Vísbendingar benda til þess að notkun vímuefna hafi aukist á undanförnum árum og þá á frjósemisaldri kvenna. Árlega er talið að um 60.000 barnshafandi konur í Evrópu noti vímuefni á meðgöngu. Þegar konur verða barnshafandi er oft litið á það sem tækifæri til þess að styðja þær í að bæta heilsu sína. Meðferðir barnshafandi kvenna með vímuefnavanda er mismunandi eftir löndum og eru lög og reglugerðir í löndunum sem segja mikið til um hvernig skal huga að þjónustunni. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að skoða hver reynsla barnshafandi kvenna með vímuefnavanda er af þjónustu sem byggir á skaðaminnkandi hugmyndafræði. Rannsóknina verður hægt að framkvæma þegar skaðaminnkandi þjónusta hefur verið innleidd hér á landi. Engar rannsóknir eru til varðandi þetta efni á Íslandi en vert er þó að rannsaka það vegna góðs árangurs slíkrar þjónustu í Ástralíu, Hawaii og Kanada. Rannsóknarspurningin er svohljóðandi: Hver er reynsla barnshafandi kvenna með vímuefnavanda af þjónustu sem byggir á skaðaminnkandi hugmyndafræði? Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð og stuðst við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Tilgangsúrtak verður fyrir valinu og munu höfundar taka djúp einstaklingsviðtöl við 12-14 mæður. Skilyrði er að konurnar hafi sótt áhættumeðgönguvernd á Landspítala eftir að skaðaminnkandi þjónusta var innleidd þar, séu á aldrinum 18-40 ára, tala íslensku og hafi notað vímuefna á meðgöngunni. Lykilhugtök: Barnshafandi konur, fóstur, skaðaminnkun, vímuefni, þjónusta. This thesis examines a research plan and is the final project for a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. Substance abuse is a serious health problem that can have negative consequences on pregnant women, their unborn children, and society as a whole. Evidence has shown ...