Áhrif tálmunar á umgengni við börn á andlega og líkamlega heilsu foreldra : rannsóknaráætlun

Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Foreldraútilokun er ferli eða sálfræðilegt ástand þar sem barn styður sterklega foreldri sem beitir útilokunaraðferðum og hafnar sambandi við hitt foreldrið án réttmætrar ástæðu. Algeng foreldraútilokunara...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Christine Björg Morançais 1990-, Magali Brigitte Mouy 1977-, Sólrún Þórunn Bjarnadóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33930
Description
Summary:Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Foreldraútilokun er ferli eða sálfræðilegt ástand þar sem barn styður sterklega foreldri sem beitir útilokunaraðferðum og hafnar sambandi við hitt foreldrið án réttmætrar ástæðu. Algeng foreldraútilokunaraðferð er tálmun á umgengni við barnið. Fáar rannsóknir hafa rannsakað áhrif foreldraútilokunar á heilsu og lífsgæði hafnaðra foreldra. Á Íslandi er algengi foreldraútilokunar óþekkt og áhrifin sem það hefur á foreldra hefur lítið sem ekkert verið rannsakað. Í fyrirhugaðri rannsókn er áætlað að úrtakið samanstandi af foreldrum sem eru þolendur foreldraútilokunar án lögmætrar ástæðu. Aðferðafræði rannsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar megindleg og hins vegar eigindleg. Meginrannsóknarspurningarnar eru tvær: 1. Hefur hindrun á sambandi milli barns og foreldris í formi tálmunar á umgengni við barn áhrif á andlega og líkamlega heilsu foreldra sem eru þolendur þess. 2. Hefur tálmun á umgengni við barn áhrif á lífsgæði foreldra sem eru þolendur? Notast verður við sjálfsmatskvarðann Short Form (36) Health Survey í megindlega hluta rannsóknarinnar og tekin verða einstaklingsviðtöl við foreldra í eigindlega hlutanum. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu nýst til þróunar á fræðslu fyrir hjúkrunarfræðinga um einkenni og afleiðingar foreldraútilokunar á þolendur og börn sem getur birst í andlegum og líkamlegum sjúkdómseinkennum. Lykilhugtök: Heilsa, hjúkrun, fjölskylda, skilnaður, lögheimilisforeldri, umgengnisforeldri, foreldraútilokun, tálmun á umgengni. This research proposal is a dissertation towards a B. S. degree in nursing at the University of Akureyri. Parental alienation (PA) is the psychological condition or the process itself in which a child supports strongly an actively alienating parent and rejects the relationship with the other parent without legitimate justification. One common PA method is limitation of visitation and contact with the child. Few studies have surveyed the effects of PA on the health and quality of ...