Upplifun foreldra af nýburagjörgæslum : heimildasamantekt um líðan, þarfir og hlutverk foreldra

Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þegar börn fæðast áður en fullri meðgöngu er lokið og/eða fæðast veik þurfa þau að leggjast inn á nýburagjörgæslu um óákveðinn tíma. Foreldrar sem höfðu ímyndað sér eðlilega fæðingu og sængurlegu þurfa...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir 1992-, Júlía Rós Jóhannsdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33916
Description
Summary:Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þegar börn fæðast áður en fullri meðgöngu er lokið og/eða fæðast veik þurfa þau að leggjast inn á nýburagjörgæslu um óákveðinn tíma. Foreldrar sem höfðu ímyndað sér eðlilega fæðingu og sængurlegu þurfa oft á augabragði að takast á við breyttar aðstæður og dvelja löngum stundum með barni sínu á nýburagjörgæsludeild. Það ferli getur verið afar streituvaldandi og valdið foreldrum bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan. Markmið heimildasamantektarinnar er að varpa ljósi á það ferli sem fer í gang þegar barn leggst inn á nýburagjörgæslu og kanna hvaða áhrif það hefur á líðan, þarfir og hlutverk foreldra þess. Til að dýpka skilning lesenda á aðstæðum verður einnig fjallað um starfsemi og helstu meðferðir sem veittar eru á nýburagjörgæslum, auk þess að fjalla um áhrif brjóstagjafar og kengúrumeðferðar á nýbura og foreldra. Þær heimildir sem stuðst var við sýndu að foreldrar upplifðu margar erfiðar tilfinningar í ferlinu á borð við streitu, kvíða, ótta, vanmáttarkennd, reiði og jafnvel sektarkennd. Í mörgum tilfellum stafaði vanlíðan foreldranna af því að þeim voru ekki veitt næg tækifæri til að taka þátt í meðferð barnsins og/eða af ófullnægjandi upplýsingagjöf um ástand þess. Aukin þátttaka foreldra í meðferð barna sinna, gæti bætt líðan þeirra og horfur barnanna. Með því að gera þeim kleift að dvelja saman í fjölskylduherbergi inni á nýburagjörgæslunni allan sólarhringinn eiga foreldrar möguleika á að taka meiri þátt í meðferð barna sinna, undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar nýburagjörgæslna gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að meðferð barnanna en eru ekki síður í mikilvægu hlutverki gagnvart foreldrum þeirra, þar sem hjúkrunarfræðingar geta oft á tíðum verið foreldrunum nauðsynlegur stuðningur í gegnum erfiða tíma. Lykilhugtök: Fyrirburi, nýburagjörgæsla, kengúrumeðferð, fjölskyldumiðuð hjúkrun, tengslamyndun This literature review is a final thesis for a B.Sc. degree in nursing from the ...