Er þetta ekki bara athyglissýki? : viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku á Íslandi til ungmenna sem þangað leita vegna sjálfsskaða

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku á Íslandi til ungmenna sem þangað leita vegna sjálfsskaða, ásamt því að...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Alma Dröfn Vignisdóttir 1995-, Aníta Marcher Pálsdóttir 1993-, Arna Vígdögg Einarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33914
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku á Íslandi til ungmenna sem þangað leita vegna sjálfsskaða, ásamt því að kanna hvaða þekkingu og færni hjúkrunarfræðingar telja sig hafa við umönnun ungmenna sem skaða sig. Ungmenni sem skaða sig eiga við vandamál að stríða og þurfa aðstoð og skilning heilbrigðisstarfsmanna. Það er mikilvægt að þeir komi ekki að lokuðum dyrum þegar þeir kjósa að leita sér aðstoðar við vandamálinu. Viðhorf hjúkrunarfræðinga skiptir því máli þegar þessir einstaklingar koma á bráðamóttöku. Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf hjúkrunarfræðinga gagnvart ungmennum sem skaða sig er almennt neikvætt en virðist þó vera háð reynslu og þekkingu þessara fagaðila. Rannsóknin verður eigindleg og verður gögnum aflað með rýnihópaviðtölum. Viðtölin munu fara fram á þremur mismunandi stöðum á landinu og ætlað er að þátttakendur rannsóknarinnar verði 24 hjúkrunarfræðingar. Viðtölin verða greind niður í þemu. Við vonumst til þess að niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar nýtist hjúkrunarfræðingum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Einnig vonumst við til þess að með því að skoða viðhorf hjúkrunarfræðinga til ungmenna sem stunda sjálfsskaða, verði vitundarvakning og aukin fræðsla um þennan ákveðna sjúklingahóp og hjúkrunina sem hann fær. Lykilhugtök: hjúkrunarfræðingar, ungmenni, sjálfsskaði, viðhorf, reynsla, meðferð, fræðsla og hjúkrun. This thesis is a final project to the completion of a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. The purpose of the proposed research is to study the attitudes of nurses in the emergency departments in Iceland towards young people who engage in self- harm, as well as what knowledge and skills these nurses believe they have to handle these patients. Young people who self-harm have a problem and need help and understanding of healthcare ...