Smáforrit sem viðbót við göngudeildarmeðferð fólks með sykursýki af tegund 2 : slembuð samanburðarrannsókn

Verkefnið er lokað til 01.05.2021. Bakgrunnur: Lífsstíll fólks með sykursýki af tegund 2 (SS2) er mikilvægur, en lífsstílsbreytingar reynast mörgum erfiðar. Ýmis smáforrit fyrir snjallsíma hafa verið hönnuð til að styðja við lífsstílsbreytingar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort smáforrit h...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Hilmarsdóttir 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33912
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.05.2021. Bakgrunnur: Lífsstíll fólks með sykursýki af tegund 2 (SS2) er mikilvægur, en lífsstílsbreytingar reynast mörgum erfiðar. Ýmis smáforrit fyrir snjallsíma hafa verið hönnuð til að styðja við lífsstílsbreytingar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort smáforrit hefði áhrif á heilsu og heilsutengd lífsgæði meðal skjólstæðinga innkirtlamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Aðferð: Slembuð samanburðarrannsókn. Öllum sem uppfylltu valviðmið rannsóknar á rannsóknartímabilinu var boðin þátttaka. Slembiskipt var í tilrauna- og viðmiðunarhóp. Báðir hópar voru í reglubundnu eftirliti á innkirtlamóttökunni. Tilraunahópurinn fékk að auki smáforritið SidekickHealth og í gegnum það hvatningu til heilbrigðs lífsstíls, vikulega fyrstu 16 vikurnar, síðan aðra hverja viku í tvo mánuði. Mælingar voru gerðar í upphafi og aftur eftir tvo, fjóra og sex mánuði. Ásamt blóðprufum og þyngdarmælingum svöruðu þátttakendur spurningalistum um sykursýkitengda streitu, heilsutengd lífsgæði, depurð og kvíða. Tölfræðiaðferðir: Students‘t-próf, dreifigreining, Tukey‘s post-hoc próf, Mann-Whitney U-próf Wilcoxon‘s sign rank próf, Kí-kvaðratpróf og Sperman‘s rho. Niðurstöður: Alls hófu 37 manns (23 konur) þátttöku, en þrjátíu þátttakendur tóku fullan þátt, 15 í hvorum hópi (19% brottfall). Meðalaldur var 52,7 (25 -70) ár. Enginn marktækur munur varð milli hópanna. Innan tilraunahóps lækkaði blóðsykursgildi (HbA1c), kvíði og streita tengd sykursýki marktækt, þrátt fyrir mismikla notkun á forritinu og greining gerð samkvæmt meðferðaráætlun. Engin breyting varð á þyngd eða heilsutengdum lífsgæðum. Fyrstu fjóra mánuðina notuðu 10 manns forritið reglulega, sjö notuðu forritið reglulega allan rannsóknartímann, fimm stopulla síðari tvo mánuðina, en þrír skráðu ekkert. Flestar færslur þátttakenda snérust um næringu og hreyfingu. Ályktanir: Notkun smáforrits sem hvetur til lífsstílsbreytinga hafði jákvæð áhrif á sykurstjórn og andlega líðan innan tilraunahópsins. Ekki varð þó marktækur munur milli hópanna og þátttakendur ...