Raddir barna : öll börn eiga rétt á því að tjá skoðanir sínar í málum er þau varða

Verkefnið er lokað til 12.02.2022. Öll börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar í málum er þau varða. Þessi réttindi barna eru m.a. tryggð í barnalögum nr. 76/2003, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013. Á hverjum degi eru rét...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Kristín Stefánsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33902
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 12.02.2022. Öll börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar í málum er þau varða. Þessi réttindi barna eru m.a. tryggð í barnalögum nr. 76/2003, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013. Á hverjum degi eru réttindi barna brotin. Börnum skortir þekkingu á réttindum sínum og þau fá ekki alltaf tækifæri til að tjá skoðanir sínar áður en teknar eru mikilvægar ákvarðanir sem þau varða. Sem betur fer hefur verið hröð framþróun hérlendis með tilurð barnasáttmálans og réttur barna meðal annars til að taka ákvarðanir, tjá skoðanir sínar í málum er þau varða og vera virkari þátttakendur í íslensku samfélagi fer stigvaxandi. Nú þegar eru í gangi tvö verkefni sem eiga að styrkja réttindi barna og eru þessi verkefni á vegum hins opinbera annars vegar og UNICEF hinsvegar. Verkefni UNICEF snýst um það að innleiða barnasáttmálann í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga og þýðir það að sveitarfélag samþykkir að nota barnasáttmálann sem viðmið í störfum sínum. Verkefni hins opinbera stefnir að því að auka þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun stjórnvalda og einnig að því að allar stærri ákvarðanatökur og lagafrumvörp skuli skoðuð út frá áhrifum þeirra á stöðu og réttindi barna. All children have the right to express their opinion in matters concerning themselves. These rights are for example ensured in the Children´s Act no. 76/2003, the Child Protection Act no. 80/2002 and in the law on the United Nations Convention on the Rights of the Child no. 19/2013. Every day children’s rights are violated. Children lack the knowledge about their rights and they don’t always have the opportunity to express their opinion before important decisions concerning them are made. Fortunately, there has been quick progress in Iceland with the establishment of the United Nations Convention on the Rights of the Child, so for example the children´s right for decision making and expressing their opinion is gradually going upwards, as is their active ...