Summary: | Greiningum á ADHD hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og samanborið við nágrannaþjóðir virðist Ísland vera komið með metið í ávísunum á ADHD lyfjum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt mikil tengsl á milli ADHD og fíkniefnavanda. Þeir sem greinast með ADHD eru í mun meiri áhættuhópi fyrir að þróa með sér fíkniefnavanda en aðrir sem hafa ekki röskunina. Að auki eru einstaklingar með ADHD ekki aðeins í áhættuhópi fyrir því að eiga við fíkniefnavanda að stríða, heldur eru þeir einnig almennt í áhættuhópi að fara út á ranga braut í lífinu. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort að marktækur munur væri á því hvort einstaklingar með ADHD væru líklegri til að þróa með sér fíkn eða einhverskonar fíknihegðun, frekar en þeir einstaklingar sem ekki greinast með ADHD. Einnig voru aðrir þættir eins og líðan og hegðun skoðaðir og bornir saman við þá einstaklinga sem greinast ekki með ADHD. Rannsóknin fór fram í formi spurningalista sem dreift var á samfélagsmiðlinum Facebook. Þátttakendur sem svöruðu spurningarlistanum voru 276 samtals, þar af 205 konur og 71 karl. Þeir sem svöruðu því játandi að hafa verið greindir með ADHD voru 76 (27,5%) af heildinni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einstaklingar með ADHD eru í raun líklegri til að þróa með sér fíknihegðun, en þeir sem ekki greinast með röskunina. Cases of ADHD diagnoses have been increasing for the past few years and compared to other Scandinavian countries, Iceland has currently reached a record in subscriptions of ADHD medications. Studies in other countries have shown a strong relationship between ADHD and substance use problems. Those who have an ADHD diagnoses are at more risk to develop a substance use disorder, than those that do not have the disorder. In addition, not only are people with ADHD more likely to have a substance use disorder, but recent studies have also shown that they are overall more likely to have a negative outcome later in life. The main goal of this research was to see if there was a significant difference in whether people with ...
|