Þróun fíkniefnasölu á netinu : frá Silk Road til samfélagsmiðla

Á heimsvísu er talið að aðferðir við fíkniefnasölu og afbrot þeim tengd hafi breyst með tilkomu netsins. Er opnun ólöglega fíkniefnamarkaðsins Silk Road talin marka ákveðin tímamót hvað varðar sölu fíkniefna í gegnum netið. Áhugavert er að skoða hvaða afleiðingar opnun Silk Road hefur haft á fíknief...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Helga Björnsdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33871
Description
Summary:Á heimsvísu er talið að aðferðir við fíkniefnasölu og afbrot þeim tengd hafi breyst með tilkomu netsins. Er opnun ólöglega fíkniefnamarkaðsins Silk Road talin marka ákveðin tímamót hvað varðar sölu fíkniefna í gegnum netið. Áhugavert er að skoða hvaða afleiðingar opnun Silk Road hefur haft á fíkniefnasölu og hvaða þróun fylgdi í kjölfar lokunar vefsins árið 2013. Þá hefur fíkniefnamarkaðurinn hér á landi í auknum mæli færst yfir á samfélagsmiðla. Í kjölfar þess hefur aðgengi að fíkniefnum aukist og er neysla fíkniefna talin vera sístækkandi hluti af skemmtanamenningu unga fólksins. Í þessari ritgerð verður fjallað um þróun fíkniefnasölu á netinu frá tilkomu djúpvefsins Silk Road til samfélagsmiðla. Ritgerðin byggir á ritrýndum heimildum en þar sem um tiltölulega nýtt rannsóknarefni er að ræða verður einnig stuðst við eigin gagnaöflun rannsakanda. Helstu niðurstöður sýna hve hratt fíkniefnamarkaðurinn breytist og hve auðvelt er fyrir einstaklinga að verða sér út um fíkniefni á netinu. Vettvangur fíkniefnasölu hér á landi fer sístækkandi og fíkniefnasala er talin vera mismunandi á milli landshluta. Þá er sala fíkniefna talin vera mun opnari á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri. Fíkniefnasala á netinu er talin vera hin nýja götumenning fíkniefna og mun ritgerðin varpa ljósi á og veita innsýn í fíkniefnasölu á netinu hér á landi. Lykilhugtök: netglæpir, net, fíkniefni, fíkniefnasala, samfélagsmiðlar. Globally, it is believed that the methods and delinquency connected to drug dealing has changed with the internet. The launch of the illegal drug market Silk Road is believed to be a turning point regarding online drug dealing. It is interesting to examine what consequences Silk Road has had on drug dealing and what developments followed the termination of Silk Road. The drug market in Iceland has shifted towards social media. As a result, the accessibility to drugs has escalated and the use of drugs is a fast-growing part of young people’s entertainment culture. This essay’s subject the development of online drug ...