Sköpunarrými og nytsemi þess í leikskólastarfi

Þessi ritgerð er 12 ECTS-eininga lokaverkefni til fullnustu B.Ed.-prófs í kennarafræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2019. Ritgerðin fjallar um sköpunarrými og nytsemi þess við leikskólastarf. Markmiðið með ritgerðinni er að vekja athygli á nytsemi sköpunarrýma við leikskóla efla þekk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ögmundur Jónsson 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33861
Description
Summary:Þessi ritgerð er 12 ECTS-eininga lokaverkefni til fullnustu B.Ed.-prófs í kennarafræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2019. Ritgerðin fjallar um sköpunarrými og nytsemi þess við leikskólastarf. Markmiðið með ritgerðinni er að vekja athygli á nytsemi sköpunarrýma við leikskóla efla þekkingu á hver hugmyndafræði sköpunarrýma er og hvernig sköpunarrými hafa verið notuð til að bæta leikskólastarfið. Til að komast að niðurstöðu þá lítur höfundur á kröfur Aðalnámskrár leikskóla 2011 og laga um leikskóla á Íslandi um hvernig leikskólar eigi að starfa til þess að skapa viðmið um hvers konar kennsla er nytsamleg við leikskóla. Síðan er skoðað hvað sköpunarrými eru, saga þeirra, hugmyndafræði og hvernig sköpunarrými hafa verið nýtt áður fyrr við leikskóla á Íslandi og erlendis. Þetta er gert til þess að leggja grunninn að því hvernig sköpunarrými eru skipulögð, notuð og hvaða nytsemi þau kunna að hafa. Eftir það er litið á STEAM-nám, hvað í því felst, hver viðfangsefni STEAM eru og hvernig hægt er að nota það í skólastarfi og samrýma það sköpunarrými. Einnig verður fjallað ítarlega um nytsemi þess að nota sköpunarrými í samvinnu við STEAM-nám og litið á mögulega hagkvæmni þess að nota þessi tvö kerfi saman. Að lokum setur höfundur fram eigin skoðun á nytsemi sköpunarrýmis við leikskólastarf byggða á efni ritgerðarinnar. Þetta gerir hann með því að bera kröfur stjórnsýslu um starfsemi leikskóla saman við hugmyndafræði, starfsemi og rannsóknir á sköpunarrýmum. This Thesis is a 12 ECTS credit final assignment toward a B.Ed. degree in educational studies at the University of Akureyri spring 2019. The thesis is about makerspaces and the usefulness of it for kindergartens. The aim of the thesis is to draw attention to the usefulness of makerspaces at kindergartens and to promote knowledge about the ideology of makerspaces and how makerspaces have been used in kindergartens for the better. To get to a conclusion the writer looks at the demands of the national curriculum for kindergartens and at the kindergarten ...