Læsi og jafnrétti : tengsl læsis og lesskilnings við jafnrétti kynjanna í barnabókum

Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri, vorið 2019. Læsi og Jafnrétti eru tveir af grunnþáttum menntunar samkvæmt aðalnámskrá og eru þeir hér fléttaðir saman við mikilvægi barnabóka. Megin tilgangur ritgerðarinnar er að tengja saman þá þætti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristjana Ylja Guðmundsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33857
Description
Summary:Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri, vorið 2019. Læsi og Jafnrétti eru tveir af grunnþáttum menntunar samkvæmt aðalnámskrá og eru þeir hér fléttaðir saman við mikilvægi barnabóka. Megin tilgangur ritgerðarinnar er að tengja saman þá þætti sem við koma læsi og lesskilningi og jafnrétti kynjanna við birtingarform kynja og staðalmynda þeirra í barnabókum. Læsi snýst um færni einstaklings til málnotkunar og er meginmarkmið lestrar að lesskilningur geti átt sér stað. Þá er orðaforði ein helsta undirstaða í góðum lesskilningi og er þar af leiðandi litið á niðurstöður lesskilningsprófa PISA árið 2015 til að varpa ljósi á stöðu íslenskra nemdenda á því sviði. Menntakerfið á Íslandi er í stöðugri þróun í takt við frammistöðu nemenda á hinum ýmsu sviðum. Má þar með nefna að í ljósi hrakandi niðurstaða íslenskra nemenda í lesskilningsprófum PISA hafa verið lagðar auknar áherslur á lestur barna og læsisstefnur. Með auknu vægi lestrar og lesskilnings í menntakerfinu má ætla að barnabækur hafi aukið vægi í skólastarfi og séu sýnilegri. Hér er því leitast við að skoða barnabækur út frá jafnréttis og læsis hugötkum aðalnámskrár. Að undanförnu hafa staðalmyndir kynjanna og kynjaður lærdómur barna verið í brennidepli í samfélaginu og er það mikilvæg og þörf umræða þegar kemur að jafnréttismenntun og uppeldi barna. Það má því tengja saman læsi og jafnrétti við birtingarmyndir kynja í barnabókum. This thesis is a final project for a B.Ed. degree in faculty of education, in the University of Akureyri. Literacy and equality are two of the basic elements of education according to the National Curriculum Guide for compulsory schools, in this thesis they are combined along with the importance of children‘s books. The main purpose of this thesis is to connect literacy and reading comprehension to gender equality and stereotypes in children‘s books. Literacy revolves around a person‘s ability to use the language and the main goal when learning to read is the comprehension that ...