Kennslubækur í stærðfræði : söguleg þróun í kennslu grunnaðgerða stærðfræðinnar

Þessi ritgerð skoðar þróun stærðfræðibóka við kennslu í reikningi hér á Íslandi frá því að kennsla á reikningi var sett í lög 1880 og fram í nútímann. Þær bækur sem notaðar eru við kennslu nú á dögum eru svo skoðaðar í samhengi þeirrar þróunar sem hefur orðið. Jafnvel áður en kennsla á reikningi var...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásgrímur Helgi Gíslason 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33848
Description
Summary:Þessi ritgerð skoðar þróun stærðfræðibóka við kennslu í reikningi hér á Íslandi frá því að kennsla á reikningi var sett í lög 1880 og fram í nútímann. Þær bækur sem notaðar eru við kennslu nú á dögum eru svo skoðaðar í samhengi þeirrar þróunar sem hefur orðið. Jafnvel áður en kennsla á reikningi var færð í lög var hægt að finna reikningsbækur á íslensku. Áherslan var á hagnýtingu stærðfræðinnar og bækurnar voru hugsaðar fyrir læsa einstaklinga. Með tímanum fóru fleiri einstaklingar að semja reikningsbækur en með stofnun Ríkisútgáfu námsbóka fór úrval kennslubóka versnandi og á fimmta áratuginum var það næstum eingöngu Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar sem var notuð við kennslu hér á landi. Vaxandi þörf fyrir stærðfræðimenntaða einstaklinga um miðja síðustu öld gerði það að verkum að breytingar urðu að gerast í stærðfræðikennslu í grunnskólum. Hin svokallaða nýja stærðfræði kom inn með fræðilega umfjöllun sem ekki hafði sést áður á grunnskólastiginu. Fyrstu árin voru erfið og margir urðu ósáttir með þær breytingar sem áttu sér stað en nýja stærðfræðin var samt komin til að vera og hægt er að sjá áhrif hennar á kennslubækur enn í dag. Með tækniframförum og vaxandi áherslu á einstaklingsmiðað nám í kringum upphaf 21. aldarinnar fór meira af sérhæfðu kennsluefni að birtast. Kennarar fengu meira frelsi við skipulagningu námsins og voru ekki lengur bundnir við að fylgja þeirri yfirferð sem sett var upp í kennslubókum. Þegar það kemur að yfirgripsmiklum stærðfræðibókum á yngsta stigi þá er það fyrst og fremst bókaflokkurinn Sproti sem er notaður hér á landi núna. Í Sprota má sjá ýmis áhrif nýju stærðfræðinnar en þó hefur verið horfið frá mikið af þeirri fræðilegu umfjöllun sem mátti sjá í fyrri kennslubókum. Það sem situr eftir er helst fjölbreytileiki í nálgunum á mismunandi viðfangsefni og ýmis verkfæri sem kennarar geta notað við kennslu reiknings. This essay looks at the development of schoolbooks used to teach arithmetic in Iceland. It covers the period from when education in arithmetic was first put into law in ...