Hvaða markaðsefni er áhrifaríkast á samfélagsmiðlum á Íslandi

Verkefnið er lokað til 12.04.2031. Áherslur fyrirtækja á markaðssamskipti við neytendur hafa tekið miklum breytingum síðustu ár. Helsta ástæðan er aukin stafræn markaðssetning á samfélagsmiðlum. Markaðssetning er einn af mikilvægustu þáttum í velgengni fyrirtækja og hjálpar fyrirtækjum að auka sölu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Andrea Sólveigardóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33841
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 12.04.2031. Áherslur fyrirtækja á markaðssamskipti við neytendur hafa tekið miklum breytingum síðustu ár. Helsta ástæðan er aukin stafræn markaðssetning á samfélagsmiðlum. Markaðssetning er einn af mikilvægustu þáttum í velgengni fyrirtækja og hjálpar fyrirtækjum að auka sölu á vörum og þjónustu, tengjast neytendum og ýta undir heilbrigða samkeppni. Hegðun neytenda hefur breyst mikið síðustu ár vegna tilkomu snjalltækja, samfélagsmiðla og notkunar á internetinu. Fyrirtæki þurfa að takast á við breytt hegðunarmynstur neytenda og hvernig markaðssetning þarf að breytast í takt við það. Með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla eru neytendur komnir með öflugt tól til þess að vera við stjórn. Neytendur geta valið á hvaða miðlum þeir sjá markaðsefni og hvernig efni þeir hafa áhuga á og vilja skoða. Helsta markmið fyrirtækja og markaðsfólks er að skilja og finna leiðir til þess að hafa áhrif á þetta nýja form markaðssetningar og breytingar á kauphegðun neytenda. Ritgerð þessi er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með verkefninu var að kanna hvaða aðferð við markaðssetningu á samfélagsmiðlum, sem ýtir undir kaupákvörðun íslenskra neytenda á vörum og þjónustu, er áhrifaríkust á Íslandi og hvort að fyrirtæki þurfa að beita mismunandi áherslum í markaðssetningu eftir kynslóðum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að myndir birtar af áhrifavöldum og vinum eða kunningjum hafi meiri áhrif en myndir birtar af auglýsingastofum. Það fer þó eftir kynslóðum og hvaða vara eða þjónusa er auglýst. Þegar skoðað var hvort að markaðsefni neytenda væri líklegra en efni frá öðrum til þess að hafa áhrif á kaup íslenskra neytenda á vörum og þjónustu er ekki hægt að fullyrða að það hafi meiri áhrif á kauphegðun þeirra en aðrar auglýsingar. Þeir aðilar sem keypt hafa vöru á netinu voru ekki líklegri til þess að hrífast af myndum sem birtar voru af neytendum sjálfum (vinum eða kunningjum) heldur en þeir sem ekki höfðu keypt vörur á netinu. ...