V/H hlutföll og ávöxtun fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði

Kenningin um skilvirka markaði lýsir því að allar tiltækar upplýsingar endurspegla verð hlutabréfa og því er ekki hægt að slá markaðnum við. Þó hafa fjárfestar lengi þróað fjárfestingarstefnur í þeim tilgangi að öðlast framúrskarandi ávöxtun og oft hefur verið rannsakað V/H hlutföll fyrirtækja í þes...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Daníel Ingi Birgisson 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33838
Description
Summary:Kenningin um skilvirka markaði lýsir því að allar tiltækar upplýsingar endurspegla verð hlutabréfa og því er ekki hægt að slá markaðnum við. Þó hafa fjárfestar lengi þróað fjárfestingarstefnur í þeim tilgangi að öðlast framúrskarandi ávöxtun og oft hefur verið rannsakað V/H hlutföll fyrirtækja í þessu samhengi á erlendri grundu. Tilgangur þessara verkefnis er að kanna samband V/H hlutfalla fyrirtækja og ávöxtun þeirra á íslenskum hlutabréfamarkaði. Rannsóknartímabil er frá 2012 til 2018 sem markar endurreisn markaðarins frá efnahagshruninu 2008. V/H hlutföll fyrirtækja voru reiknuð ársfjórðungslega frá 2012 og skipt var fyrirtækjum í þrjú hlutabréfasöfn eftir V/H hlutfalli þeirra. Ávöxtun safnanna var bæði skoðuð ársfjórðung eftir að uppgjör voru gerð opinber fjárfestum og á meðan ársfjórðungur stóð yfir til að kanna hvort markaðurinn hagar sér eins og hann hafi aðgang að fjárhagslegum upplýsingum áður en þau eru gerð opinber. Tölfræðipróf voru notuð til að kanna tengsl á milli þessara þátta og þar með var rannsakað skilvirkni markaðarins. Helstu niðurstöður eru þær að fjárfestar geta ekki öðlast framúrskarandi ávöxtun með því að huga að V/H hlutfalli fyrirtækja. Merkilegt er þó að marktæk tengsl fundust á V/H hlutfalli safnanna og ávöxtun þeirra yfir sama tímabil og uppgjör stóð yfir. Lykilorð: Íslenskur hlutabréfamarkaður, V/H hlutfall, Ávöxtun, Skilvirkni The efficient market hypothesis is an investment theory whereby share prices reflect all information, and therefore it is impossible for investors to predict share prices. However, investors are continuously trying to develop new strategies to earn abnormal returns, and P/E ratios of companies have often been studied in this context. The purpose of this project is to test if there is a relation between P/E ratios and returns of companies in the Icelandic stock market. The period studied is from 2012 to 2018 which marks the restoration of the stock market from the financial crisis in Iceland in 2008. P/E ratios of companies were calculated quarterly from ...