Upplifun íbúa hjúkrunarheimila á sjálfræði

Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í iðjuþjálfunarfræði við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna upplifun íbúa hjúkrunarheimila á sjálfræði. Lagt er upp með rannsóknarspurninguna: Hvernig skilgreina og upplifa íbúar hjúkrunarh...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Brynja Árnadóttir 1991-, Hafdís Ellertsdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33814
Description
Summary:Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í iðjuþjálfunarfræði við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna upplifun íbúa hjúkrunarheimila á sjálfræði. Lagt er upp með rannsóknarspurninguna: Hvernig skilgreina og upplifa íbúar hjúkrunarheimila sjálfræði sitt? Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð og lögð áhersla á fyrirbærafræði. Gögnum verður aflað með einstaklingsviðtölum og stuðst verður við hálf opinn viðtalsramma, útbúinn af höfundum þar sem hluti af bráðabirgðaþýðingu Kristjönu Fenger á matstækinu Residental Environment Impact Scale - REIS, 4.útgáfa 2014, var höfð til hliðsjónar. Höfundar leggja til að í fyrirhugaðri rannsókn verði tekin viðtöl við að hámarki 15 íbúa hjúkrunarheimila. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni eru að íbúar hafi búið á hjúkrunarheimilinu í minnst 3 mánuði og séu 67 ára eða eldri. Við greiningu gagna leggja höfundar til að notast verði við Vancouver-skólann. Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði gefur færi á að auka skilning á mannlegum fyrirbærum og hefur m.a. þann tilgang að bæta mannlega þjónustu, t.d. heilbrigðisþjónustuna. Skólinn byggir á viðhorfum, reynslu og túlkun þátttakenda. Íbúar þeirra hjúkrunarheimila sem um ræðir fá send kynningarbréf á rannsókninni sem rannsakendur fylgja eftir með heimsókn á heimilin og bjóða íbúum þátttöku í rannsókninni. Gætt verður fyllsta trúnaðar við þátttakendur og óskað verður eftir upplýstu skriflegu samþykki frá þeim. Höfundar vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar gefi góða mynd af upplifun íbúa hjúkrunarheimila á sjálfræði sínu og gefi tækifæri til úrbóta í þjónustu við íbúa. Lykilhugtök: sjálfræði, hjúkrunarheimili, íbúi, skjólstæðingsmiðuð nálgun This research proposal is a thesis submitted for a B.S. degree in Occupational Therapy, in the School of Health Sciences at the University of Akureyri. The main goal of the proposed research is to see how residents in nursing homes experience their autonomy. The authors propose the following research question: How do ...