Sofðu meira : áhrif svefnlengdar á nám og árangur í íþróttum

Svefn og vandamál varðandi svefnlengd hafa mikið að segja varðandi heilsufar einstaklinga. Mikil framþróun í tæknimálum hefur gert það að verkum að við verðum fyrir meira áreiti en fyrri kynslóðir. Svefnlengd hefur því farið minnkandi síðastliðin ár og hefur það sínar neikvæðu afleiðingar. Samhliða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristinn Þráinn V. Kristjánsson 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33806
Description
Summary:Svefn og vandamál varðandi svefnlengd hafa mikið að segja varðandi heilsufar einstaklinga. Mikil framþróun í tæknimálum hefur gert það að verkum að við verðum fyrir meira áreiti en fyrri kynslóðir. Svefnlengd hefur því farið minnkandi síðastliðin ár og hefur það sínar neikvæðu afleiðingar. Samhliða þessu hefur neysla á orkudrykkjum aukist til muna, bæði hér á Íslandi og í Evrópu. Markmið þessarar ritgerðar eru: að skoða hvað svefn sé, uppbyggingu hans og tilgang; að kanna áhrif svefnlengdar á almenna heilsu og að hverju góður svefn stuðli; að athuga svefnlengd íslenskra ungmenna, hvenær þau fari að sofa á kvöldin og vakni á morgnana og bera það saman við jafnaldra þeirra í öðrum löndum og að skoða hvort árangur í námi og íþróttum tengist svefnlengd og þá hvernig. Neysla á orkudrykkjum sem innihalda mikið magn koffíns er einnig athuguð, sem og áhrif koffíns á svefninn og útbreiðsla slíkra drykkja hjá íslenskum ungmennum miðað við evrópsk. Niðurstöður sýna að íslensk ungmenni sofa minna og fara seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum. Neysla á koffínríkum drykkjum hjá þeim er örlítið meiri en annars staðar í Evrópu og er mest í formi kóladrykkja og orkudrykkja. Þá sýnir það sig að þeir sem sofa í átta klukkustundir eða meira ná betri námsárangri en þeir sem sofa minna og þeir sem fara fyrr í rúmið eru líklegri til að ná betri námsárangri en þeir sem fara seinna að sofa. Meiri svefn skilar sér einnig í bættri frammistöðu í íþróttum, sem og minni líkum á að einstaklingur meiðist eða verði veikur. Góður svefn er því grunnurinn þegar kemur að því að ná árangri hvort sem er í námi eða íþróttum. Sleep and problems related to sleep length play a big role in a person’s health. Technology advances have caused our generation to get a lot more stimuli than ever before. Length of sleep has thus been going down these last years with its negative consequences. Therefore, the consumption of energy drinks has gone up, not just here in Iceland but Europe as well. The purpose of this thesis is: to look into what sleep ...