Áhrif fiskmarkaða á fiskvinnslur án útgerðar : staða fiskvinnslu án útgerðar og samkeppnishæfni

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir stöðu fiskvinnslufyrirtækja sem eru án útgerðar á Íslandi í dag og sjá hvaða áhrif fiskmarkaðir hafa á þau, einnig verður það greint hvar þau standa í samkeppni við lóðrétt samþætt sjávarútvegsfyrirtæki. Farið verður stuttlega yfir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sindri Vésteinsson 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33794
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir stöðu fiskvinnslufyrirtækja sem eru án útgerðar á Íslandi í dag og sjá hvaða áhrif fiskmarkaðir hafa á þau, einnig verður það greint hvar þau standa í samkeppni við lóðrétt samþætt sjávarútvegsfyrirtæki. Farið verður stuttlega yfir stöðu sjávarútvegs áður en fiskmarkaðir komu við sögu, fyrstu ár þeirra og þróun til dagsins í dag. Einkum verður skoðuð þróun stærstu kaupenda án útgerðar á einstökum tegundum á mörkuðum auk þess að gera samanburð á kaupendum á þorski sem bæði eru í útgerð og án útgerðar. Samkeppni milli fyrirtækja í sjávarútvegi hefur verið umrædd síðustu ár og verða tengd mál skoðuð og greind útfrá mismunandi sjónarmiðum. Einnig verður greint frá sjónarmiðum rekstraraðila fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar til fiskmarkaða og samkeppni í greininni. Fiskverð verður skoðað og greindur verður munur á mismunandi viðskiptaháttum með fisk, annars vegar í beinum viðskiptum og hins vegar í markaðsviðskiptum. Helstu niðurstöður eru þær að fiskmarkaðir hafa heilt yfir góð áhrif á fiskvinnslufyrirtæki sem eru án útgerðar þar sem að þeir eru bráðnauðsynlegir fyrir þeirra starfsemi. Verðsveiflur á mörkuðum eru miklar og hefur það áhrif á hráefnisverð sem þau fyrirtæki borga fyrir fisk á mörkuðum. Heilt yfir er framboð á mörkuðum nóg fyrir þessi fyrirtæki en fer þó eftir árstímum þar sem stundum er lítið í boði og finna þau fyrir því. Benda niðurstöður einnig til að þessi fyrirtæki fyrir samkeppnismun í hag lóðrétt samþættra fyrirtækja á einhvern veg, hvort sem það er þegar þau síðar nefndu fara að kaupa á mörkuðum eða verðmismuns á hráefnum. Lykilorð: Fiðskmarkaðir, Fiskverð, Fiskvinnsla, Samkeppni The subject of this paper is to outline the status of fish processing companies that are without quota in Iceland today and see the impact the fish markets have on them, as well as identify how they are suited to compete with the vertically integrated companies. The condition of ...