Mikilvægi fjölskyldna við hjúkrun : viðhorf hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk)

Bakgrunnur: Veikindi fjölskyldumeðlims er viðfangsefni allrar fjölskyldunnar þar sem veikindi auka oft álag á fjölskylduna og geta haft áhrif á viðhorf og samskipti innan hennar. Fjölskylduhjúkrun getur bætt samskipti innan fjölskyldu, haft áhrif á gæði hjúkrunar og verkferla á sjúkradeildum, aukið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Áslaug Felixdóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33792
Description
Summary:Bakgrunnur: Veikindi fjölskyldumeðlims er viðfangsefni allrar fjölskyldunnar þar sem veikindi auka oft álag á fjölskylduna og geta haft áhrif á viðhorf og samskipti innan hennar. Fjölskylduhjúkrun getur bætt samskipti innan fjölskyldu, haft áhrif á gæði hjúkrunar og verkferla á sjúkradeildum, aukið samvinnu við fjölskyldur, leitt til styttri innlagna og jafnvel komið í veg fyrir endurinnlagnir. Viðhorf hjúkrunarfræðinga getur haft áhrif á það hvort og hvernig þeir veiti fjölskylduhjúkrun en hjúkrunarfræðingar sem eru þeirrar skoðunar að veikindi séu fjölskyldumál geta náð góðum árangri í að tileinka sér þekkingu og klíníska færni í að veita fjölskylduhjúkrun. Bakgrunnur, þekking, þjálfun og reynsla hjúkrunarfræðinga í að veita fjölskylduhjúkrun getur haft áhrif á viðhorf þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta viðhorf hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) til fjölskylduhjúkrunar. Einnig hvort viðhorf þeirra breyttist á innleiðingarferlinu og hvort munur sé á viðhorfi eftir bakgrunni þátttakenda. Aðferð: Rannsóknin var íhlutunarrannsókn án samanburðarhóps, þar sem gerður var, innan íhlutunarhópsins, samanburður fyrir og eftir íhlutunartímann. Íhlutunin var innleiðingarferli fjölskylduhjúkrunar á SAk. Notað var mælitækið ,,Families Importance in Nursing Care – Nurses’ Attitudes“ (FINC-NA) en það var lagt fyrir þátttakendur tvisvar. Á tíma 1 svöruðu 133 þátttakendur (92%) og á tíma 2 svöruðu 132 (89%). Úrtakið var hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfandi á innleiðingardeildum SAk. Úrvinnsla gagna fór fram í SPSS. Niðurstöður: Viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskylduhjúkrunar er almennt jákvætt. Það breyttist ekki í innleiðingarferlinu. Þátttakendur með hærra menntunarstig og lengri starfsreynslu upplifðu fjölskyldu síður sem byrði (p<0,05). Þeir þátttakendur sem töldu að það væri almenn stefna (afstaða) að hlúa að fjölskyldum á sinni deild höfðu jákvæðara viðhorf (p<0,05). Ályktanir: Það er mikilvægt að styðja áfram við jákvæð viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk ...