Nýting hliðarafurða úr þorski, ýsu og ufsa

Markmið þessarar ritgerðar er að skilgreina hliðarafurðir sem falla til af þorski, ýsu og ufsa hjá Loðnuvinnslunni og finna ákjósanlegar leiðir fyrir þær sem gætu leitt til frekari verðmætasköpunar. Til þess að fá betri skilning og ná heildarsamhengi í þessum efnum voru lesnar fræðigreinar og rannsó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33791
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að skilgreina hliðarafurðir sem falla til af þorski, ýsu og ufsa hjá Loðnuvinnslunni og finna ákjósanlegar leiðir fyrir þær sem gætu leitt til frekari verðmætasköpunar. Til þess að fá betri skilning og ná heildarsamhengi í þessum efnum voru lesnar fræðigreinar og rannsóknir í bókum, á veraldarvefnum og viðtöl tekin við fólk í greininni. Í þessu verkefni eru hliðarafurðir skilgreindar ásamt betri nýtingu. Greining hliðarafurða sem falla til hjá Loðnuvinnslunni var gerð með því að heimsækja og skoða botnfiskvinnsluna ásamt því að viðtal var tekið við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Einnig aflaði höfundur sér upplýsinga um ákjósanlegar leiðir í vinnslu hliðarafurða. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að samstarf sjávarútvegsfyrirtækja við nýsköpunarfyrirtæki gæti opnað nýja möguleika í framleiðslu á vörum sem leitt geta til betri nýtingar og jafnvel aukinnar verðmætasköpunar. Ásamt því að hliðarafurðir sem hægt er að nýta beint til matvælavinnslu með því að þurrka þær eða niðursjóða er leið sem Loðnuvinnslan gæti nýtt sér til þess að fullvinna hliðarafurð í matvæli. Lykilorð: Hliðarafurðir, þorskur, ýsa, ufsi. The aim of this essay is to identify by-products that are derived from cod, haddock and saithe at Loðnuvinnsla fish processing plant, and to find the most suitable ways to further create value from them. To gain a better understanding of by-products a variety of scholarly articles and research was read. A number of managing directors in the fishing industry were interviewed to get a profound understanding of how by-products are utilized in Iceland as well as in foreign markets. The analysis that was conducted at Loðnuvinnsla was done by inspecting the demersal processing as well as interviewing the company’s managing director. By doing this the author was able to obtain and determine the most suitable ways of processing these by-products. The results of this study revealed that co-operation of fisheries companies with other innovative companies open up new possibilities ...