Greining á virðiskeðju makríls 2008 - 2018

Fyrst um sinn þegar makrílveiðar hófust hér við land var hann veiddur á röngum tíma og kunnátta Íslendinga ekki nægilega góð. Á meðan aðrar þjóðir voru að veiða makríl til manneldis voru Íslendingar eingöngu að nýta hann í fiskimjöl sem skilaði töluvert minni verðmætum. Markmið þessarar ritgerðar er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóna Brynja Birkisdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33788
Description
Summary:Fyrst um sinn þegar makrílveiðar hófust hér við land var hann veiddur á röngum tíma og kunnátta Íslendinga ekki nægilega góð. Á meðan aðrar þjóðir voru að veiða makríl til manneldis voru Íslendingar eingöngu að nýta hann í fiskimjöl sem skilaði töluvert minni verðmætum. Markmið þessarar ritgerðar er að greina virðiskeðju makríls á árunum 2008 til ársins 2018. Unnið var með töluleg gögn frá Hagstofu Íslands ásamt fyrirliggjandi gögnum úr skýrslum, tímaritum og á vefsíðum. Einnig var tekið viðtal við aðila í greininni. Helstu niðurstöður eru þær að á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir hvað varðar bætta nýtingu og aukin gæði makrílaflans sem gerir hann margfalt verðmætari. Til að byrja með fór nánast allur makrílafli í bræðslu en í dag er þó bein sókn í makríl til bræðslu liðin tíð. Með bættri kælingu urðu ákveðin kaflaskil þar sem bætt kælitækni skilaði meiri nákvæmni úti á sjó sem í kjölfarið skilar betra hráefni að landi. Með bættri kælingu hefur makríllinn til að mynda verið nýttur sem fyrstaflokks hráefni í vörur til manneldis. Lykilorð: Makríll, Scomber scombrus, virðiskeðja og verðmæti At first, when Mackerel fishing started in Iceland, it was caught at the wrong time and Icelanders lacked adequate skills. While other nations were catching the Mackerel for human consumption, Icelanders only used it for fishmeal which returned much less value. The purpose of this paper is to analyze the Mackerel's value chain from 2008 to 2018. Numerical data from Statistics Iceland was used along with data from reports, magazines and websites. People from within the industry were also interviewed. The main results are that over the last few years, great progress has been made regarding improved utilization and quality of the Mackerel catch which makes it far more valuable. In the beginning, almost all the catch went into producing fishmeal but now, fishmeal production is no longer the main focus. Improved cooling techniques marked a certain shift for the industry as it resulted in improved fishing out at sea which in ...