Hálfgerður galdur : bekkjarstarf byggt á málheildarhyggju

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í ritgerð þessari er greint frá rannsókn sem beindist að bekkjarstarfi byggðu á málheildarhyggju. Gerð var eigindleg rannsókn í 5. bekk íslensks grunnskóla og leitast við að svara tveimur spurningum: • Hvað einkennir starf í kennslustofu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sæunn Þorsteinsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/337
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í ritgerð þessari er greint frá rannsókn sem beindist að bekkjarstarfi byggðu á málheildarhyggju. Gerð var eigindleg rannsókn í 5. bekk íslensks grunnskóla og leitast við að svara tveimur spurningum: • Hvað einkennir starf í kennslustofu þar sem kennt er samkvæmt málheildarhyggju? • Hvernig tileinkar kennari sér starfshætti málheildarhyggju? Helstu niðurstöður um einkenni starfs í kennslustofu þar sem kennt er samkvæmt málheildarhyggju voru þær að þar var rólegt og jákvætt andrúmsloft, jákvæð samskipti og glaðir og ánægðir nemendur. Kennarinn leitaðist við að vekja áhuga nemenda á viðfangsefnum og að tryggja síðan að þeir fengju næg tækifæri til skapandi úrvinnslu. Kennarinn var duglegur að hrósa, hvetja og styðja við nemendur og þeir virtust sjálfsöruggir og óhræddir við að gera mistök. Kennslustofan var hefðbundin hvað varðar búnað en skipulögð með það í huga að styðja sem best við kennsluhætti sem fólu bæði í sér mikla hreyfingu og samvinnu nemenda. Varðandi það hvernig kennari tileinkar sér starfshætti málheildarhyggju kom í ljós að viðhorf og gildismat skipta höfuðmáli. Mikilvægt er fyrir kennarann að kynna sér hugmyndafræðina vel með því að lesa bækur og fá að fylgjast með raunverulegu starfi byggðu á málheildarhyggju ef þess er nokkur kostur. Þegar kennari er orðinn sannfærður um að málheildarhyggja samræmist viðhorfum hans og hefur kynnt sér mögulegar útfærslur hugmyndafræðinnar í skólastarfi er æskilegt að hann fari hægt og rólega af stað og gott getur verið að byrja á að gera tilraun í eina viku. Túlkun á niðurstöðum er á þá leið að starfið í kennslustofunni einkenndist af samvinnu og stuðningi í anda félagslegrar hugsmíðahyggju og að barnið og nám þess var í fyrirrúmi. Kennarinn var meðvitaður um að hann gæti auðveldað nám nemenda en ekki stýrt því og hagaði starfi sínu í samræmi við það. Þó mikilvægt sé að umhverfið styðji við kennsluhættina er viðhorf kennarans þó enn mikilvægara. Kennari tileinkar sér þess vegna starfshætti ...