Samhljómur

Í íbúðarhúsi Birkibóls býr einbúi sem er tónskáld. Hann rekur upptökuver og gistiaðstöðu í útihúsunum sem hann leigir út til tónlistarmanna sem kjósa að fara út fyrir ys og þys borgarinnar að taka upp tónlist. Tónskáldið semur einnig og framleiðir eigin tónlist en innblásturinn sækir hann í náttúru...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Anna Fl. Albertsdóttir 1991-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33643
Description
Summary:Í íbúðarhúsi Birkibóls býr einbúi sem er tónskáld. Hann rekur upptökuver og gistiaðstöðu í útihúsunum sem hann leigir út til tónlistarmanna sem kjósa að fara út fyrir ys og þys borgarinnar að taka upp tónlist. Tónskáldið semur einnig og framleiðir eigin tónlist en innblásturinn sækir hann í náttúru staðarins. Birkiból er byggt á mýrum og tjarnirnar allt um kring stara til himins líkt og augu sem endurspegla himinhvolfið. Til viðbótar við tjarnirnar er heit laug við útihúsin. Byggingarefnin eru endurnýtt eins og kostur er ásamt því að nýtt efni er sótt í barrskóg Daníelslundar skammt frá Birkibóli. Fortíð og nútíð mynda því ákveðinn samhljóm.