Hlutun : meðferðartól fyrir lesblinda

Í þessari skýrslu er fjallað um B.Sc. lokaverkefni í tölvunarfræði sem unnið var við Háskólann í Reykjavík. Verkefnið ber heitið Hlutun en Hlutun er aðferð til að aðstoða lesblinda við að æfa lestur. Aðferðin felst annars vegar í því að setja aukið bil á milli stafa í orðum en hinsvegar í því að set...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jón Hjörtur Brjánsson 1981-, Reynir Þór Reynisson 1991-, Bergþóra Gná H. Gordon 1990-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33616
Description
Summary:Í þessari skýrslu er fjallað um B.Sc. lokaverkefni í tölvunarfræði sem unnið var við Háskólann í Reykjavík. Verkefnið ber heitið Hlutun en Hlutun er aðferð til að aðstoða lesblinda við að æfa lestur. Aðferðin felst annars vegar í því að setja aukið bil á milli stafa í orðum en hinsvegar í því að setja aukið bil á milli orða. Höfundur aðferðarinnar, Þorkatla Elín Sigurðardóttir, vann að þróun og rannsóknum á virkni aðferðarinnar í sálfræðinámi sínu frá árinu 2016. Niðurstöður óútgefinna rannsókna hafa bent eindregið til þess að aðferðin hjálpi lesblindum við að lesa hraðar og gera færri villur í lestri. Verkefnið var nýsköpunarverkefni og snérist um að hanna og smíða hugbúnað sem myndi gera aðferðina aðgengilegri fyrir höfund hennar ásamt þeim meðferðaraðilum sem kynnu að nýta sér hana í framtíðinni.