Tökum lagið!

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Eftirfarandi verkefni er ætlað að varpa ljósi á notkun tónlistar í almennri kennslu og viðhorf kennara til tónlistar í almennri kennslu. Allt í kringum okkur má finna tónlist og því hlýtur grunnskólinn sem uppeldisstofnun að sjá um að ne...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Margrét Magnúsdóttir, María Vilborg Guðbergsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/336
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Eftirfarandi verkefni er ætlað að varpa ljósi á notkun tónlistar í almennri kennslu og viðhorf kennara til tónlistar í almennri kennslu. Allt í kringum okkur má finna tónlist og því hlýtur grunnskólinn sem uppeldisstofnun að sjá um að nemendur kynnist tónlist af ýmsu tagi. Einnig ætti skólinn að vera meðvitaður um gildi tónlistar sem hjálpartæki nemenda til náms.Tónlist er notuð við flesta viðburði í daglegu lífi fólks. Fyrri hluti verkefnisins fjallar á fræðilegan hátt um áhrif tónlistar á námsárangur, líffræðileg- og félagsleg áhrif. Síðari hluti verkefnisins byggist á athugun okkar um notkun tónlistar í almennri kennslu. Þar kemur fram að kennarar nota tónlist að einhverju leyti og vilja allir auka notkun tónlistar í almennri kennslu. Þrátt fyrir að kennarar vilji auka notkun tónlistar í kennslu virðist vanta framkvæmdarvilja þeirra til að nota meira tónlist. Helsta skýringin er hræðsla og vankunnátta kennarana. Algeng svör þátttakenda í athuguninni voru lítil kunnátta í söng, hræðsla við að syngja fyrir framan nemendur og lítil hljóðfærakunnátta. Almennt eru kennarar því smeykir við að syngja eða spila tónlist með nemendum sínum. Þrátt fyrir hræðslu kennara við notkun tónlistar í almenna kennslu, vilja þeir sjá tónlist í auknum mæli í almenna kennslu.