Framtíð Vestmannaeyja

Vestmannaeyjar hafa þurft að glíma við fólksfækkun eins og önnur byggðarlög úti á landi, þar hefur einhæf og minnkandi atvinna mest að segja. Ekki eru þær samgöngur sem Eyjamönnum eru boðnar upp á til að bæta ástandið. Því það er ansi ósangjarn skattur á einstaklinga og fyrirtæki að búa og starfa vi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Páll Þorvaldur Hjarðar 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3356
Description
Summary:Vestmannaeyjar hafa þurft að glíma við fólksfækkun eins og önnur byggðarlög úti á landi, þar hefur einhæf og minnkandi atvinna mest að segja. Ekki eru þær samgöngur sem Eyjamönnum eru boðnar upp á til að bæta ástandið. Því það er ansi ósangjarn skattur á einstaklinga og fyrirtæki að búa og starfa við þessar aðstæður. Leita þarf ráða til að bregðast við þessum aðstæðum með betri samgöngum og öflugara og fjölbreyttara atvinnulífi. Margar hugmyndir hafa komið í dagsljósið sem eru ansi frammsæknar svo sem að koma á fót fríhöfn í Vestmannaeyjum sem og að byggja upp stórskipahöfn þar sem uppskipun fyrir allt landið færi fram. Einnig að stofna til fríiðnaðarsvæðis eða einhverri útgáfu af svoleiðis fyrirbæri þar sem skattalegum ívilnunum og fjárhagslegum hvötum er beitt til að laða til sín fyrirtæki. Í þessari ritgerð komst ég að því að margt hefur verið gert til að mæta versnandi atvinnuástandi vegna skerðingar á þorskkvóta. Einnig er verið að bregðast við samgönguvanda Vestmannaeyinga með framkvæmdum við Bakkafjöru, sem verður vonandi bót í samgöngumálum þó það sé ekki sá kostur sem væri Vestmannaeyingum bestur. Við vangaveltur mínar við hin framsæknu verkefni að koma á fríhöfn eða fríiðnaðarsvæðis eða einhverrar útgáfu af því eru mjög spennandi kostir sem gætu svo sannarlega verið lyftistöng fyrir bæjarfélagið. En til þess að fara aðra hvora þessara leiða þyrfti á lagabreytingum að halda.