Áhrif hjartaendurhæfingar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjartabilun

Tilgangur: Takmarkaðar upplýsingar er að finna um árangur hjartaendurhæfingar fyrir hjartabilaða einstaklinga á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að greina hvort hjartaendurhæfing (stig ll) á HL-stöðinni í Reykjavík skilaði aukinni líkamlegri afkastagetu á hámarksþolprófi (w/kg) í lok þjálfun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Elísabet Hólmgeirsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33524
Description
Summary:Tilgangur: Takmarkaðar upplýsingar er að finna um árangur hjartaendurhæfingar fyrir hjartabilaða einstaklinga á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að greina hvort hjartaendurhæfing (stig ll) á HL-stöðinni í Reykjavík skilaði aukinni líkamlegri afkastagetu á hámarksþolprófi (w/kg) í lok þjálfunartímabils. Efniviður og aðferðir: Greind voru gögn einstaklinga með skert útstreymisbrot hjarta og einstaklinga með greininguna (ICD 10) hjartabilun, sem sóttu hjartaendurhæfingu (stig ll) á tímabilinu janúar 2010 til júní 2018. Gerð var krafa um að ómskoðun á hjarta væri fyrir hendi og þolpróf með hámarksafköstum við upphaf og lok þjálfunartímabils. Hlutfallsleg breyting líkamlegrar afkastagetu á þolprófunum var metin með almennum línulegum líkönum fyrir endurteknar mælingar. Greind voru gögn 76 einstaklinga á aldrinum 36–83 ára. Niðurstöður: Líkamleg afkastageta þátttakenda jókst að meðaltali um 16% (p < 0,001) (öryggisbil 13%–18%). Þeir sem mættu í þjálfun að jafnaði oftar en tvisvar sinnum í viku bættu líkamlega afkastagetu sína um 18% og marktækt meira miðað við hina sem mættu tvisvar sinnum eða sjaldnar sem bættu sig um 6%. Eldri aldurshópurinn (65–83) bætti sig um 19% og marktækt meira miðað við yngri aldurhópinn (36–64) sem bætti sig um 12%. Ekki var marktækur munur á bætingu eftir útstreymisbroti hjarta. Umræður: Hjartaendurhæfingin á HL-stöðinni leiðir af sér aukna líkamlega afkastagetu hjá einstaklingum með skert útstreymisbrot hjarta og einstaklingum með hjartabilun. Þessar niðurstöður eru í takt við alþjóðlegar rannsóknir. Eldri aldurshópurinn sýndi marktækt betri árangur en yngri aldurshópurinn. Skerðing útstreymisbrots hafði ekki takmarkandi áhrif á að auka líkamlega afkastagetu. Ástundun þjálfunar oftar en tvisvar sinnum í viku hafði mikil áhrif til aukningar á líkamlegri afkastagetu. Ályktanir: Markviss hjartaendurhæfing fyrir einstaklinga með hjartabilun og einstaklinga með skert útstreymisbrot hjarta skilar sér í aukinni líkamlegri afkastagetu í lok æfingatímabils. Purpose: Limited information ...