Eðlisvísindakennsla á miðstigi í Borgarhólsskóla, Húsavík

Fyrst er gerð grein fyrir nokkrum uppeldis- og kennslufræðilegum kenningum sem leggja áherslu á mikilvægi þess að nemendur læri með því að gera hlutina sjálfir, þ.e. með því að koma við, reyna og framkvæma á eigin vegu. Þá er nokkuð fjallað um hugsmíðahyggjuna sem er samansafn námskenninga sem í sí...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Friðriksdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/335
Description
Summary:Fyrst er gerð grein fyrir nokkrum uppeldis- og kennslufræðilegum kenningum sem leggja áherslu á mikilvægi þess að nemendur læri með því að gera hlutina sjálfir, þ.e. með því að koma við, reyna og framkvæma á eigin vegu. Þá er nokkuð fjallað um hugsmíðahyggjuna sem er samansafn námskenninga sem í sí auknum mæli hefur verið lögð áhersla á í menntunarhugmyndum sem eru ríkjandi í dag. Síðan er gerð grein fyrir þeim markmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði, setur nemendum á miðstigi í eðlisvísindum og kannað hvort og í hvað miklum mæli Aðalnámskráin gerir ráð fyrir verklegri kennslu, þ.e. tilraunum, athugunum og sýnikennslu. Einnig er gerð úttekt á námsefni í eðlis-vísindum á miðstigi, Auðvitað-bókunum, það metið og athugað hvort námsefnið taki mið af Aðalnámskránni. Þá er gerð könnun á eðlisvísindakennslu á miðstigi í Borgarhólsskóla á Húsavík. Athugað var hvort sérstök raungreinastofa væri í skólanum og hvað til væri af tækjum og búnaði til tilrauna og verklegrar kennslu. Farið var með gátlista í Borgar-hólsskóla og hann fylltur út í ýtarlegu samtali við fagstjóra náttúruvísindakennslu í skólanum. Kennarar sem kenna eðlisvísindi á miðstigi í skólanum svöruðu sérstökum spurningalista, sem var skilinn eftir hjá þeim og sóttur síðar. Þetta var gert til að varpa ljósi á ýmsar hliðar kennslunnar, hvaða námsefni er notað, hvort kennarar nota verklega kennslu og þá hvernig og síðan hvaða menntun og reynslu þeir hafa. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að Auðvitað-bækurnar eru aðal-námsefnið á miðstigi og hafa þær ýtt til hliðar öðru efni. Raungreinastofa er í skólanum og höfðu allir bekkir aðgang að henni einu sinni í viku. Stofan hefur nú verið lögð undir almenna kennslu. Engu að síður segjast kennarar gera verklegar tilraunir í heimastofu samhliða bóklegri kennslu. Enginn fagkennari er í eðlisvísindum við skólann og kenna bekkjarkennarar eðlisvísindi. Þeir hafa þó ekki sérhæft sig í kennslu raungreina í námi sínu. Að lokum fylgja hugmyndir að nokkrum tilraunum og verkefnablöðum, sem og ...