Breytileiki á varptíma æðarfugla innan Íslands

Það færist í aukana að breytingar á varptíma og stofnstærðabreytingar fugla og dýra séu tengdar við loftslagsbreytingar. Því er mikilvægt að fylgjast með þeim breytingum og skrásetja þær upplýsingar. Varptími æðarfugla getur gefið ýmsar vísbendingar um afkomu þeirra. Þegar æðarkollur eru ekki í nógu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir 1989-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33478
Description
Summary:Það færist í aukana að breytingar á varptíma og stofnstærðabreytingar fugla og dýra séu tengdar við loftslagsbreytingar. Því er mikilvægt að fylgjast með þeim breytingum og skrásetja þær upplýsingar. Varptími æðarfugla getur gefið ýmsar vísbendingar um afkomu þeirra. Þegar æðarkollur eru ekki í nógu góðu næringarástandi verpa þær seint eða ekki, þær verpa jafnvel fyrr ef fituforði þeirra er sérlega góður. Því getur varptími þeirra stjórnast af ástandi fæðustofna á vetrarstöðvum en hann getur einnig stjórnast af öðrum lífrænum og ólífrænum þáttum eins og veðurfari, stærð æðarvarps og afræningjum, sem nánar verður fjallað um í þessu riti. Hér er varptími æðarfugla kortlagður yfir landið í heild, en þetta er í fyrsta skiptið sem slíkar upplýsingar eru teknar saman yfir allt landið. Leitast var við að sjá hvort munur væri á varptíma æðarfugla á milli landshluta og hvort breytileiki á varptíma væri til staðar innan landshluta. Í ársbyrjun 2019 var haft samband við 25 æðarbændur vítt og breitt um Ísland, þrjá bæði á Faxaflóa og Breiðafirði, fjóra á Vestfjörðum, fimm á Norðurlandi vestra, fjóra á bæði Norðurlandi eystra og Austfjörðum ásamt tveimur á Suðurlandi. Þeir voru spurðir fjögurra spurninga. Spurningar 1 og 2 eru þær sem mest er notast við í úrlausn þessa verks. Spurning 1: Hvenær finnið þið yfirleitt fyrstu hreiður? Spurning 2: Hvenær fer varpið yfirleitt af stað fyrir alvöru? En spurningar 3 og 4 voru hafðar með aukalega. Spurning 3: Hvenær er farið í dúnleitir og hvernig er það tímasett? Spurning 4: Hvaða dag tengið þið við að sjá fyrstu æðarungana? Í upphafi úrlausnar verkefnisins var strax ljóst að um mikinn breytileika væri að ræða, bæði innan og á milli landshluta. Innan landshluta er breytileikinn til að mynda sjáanlegur á Norðurlandi eystra þar sem átján daga munur er á milli þeirra varpa þar sem fyrsta hreiður finnst fyrst og seinast. Landshlutamunur er til að mynda fólginn í því að æðarvörpin á Austurlandi, á landshlutunum Norðurlandi eystra og Austfjörðum, ásamt æðarvörpunum á Breiðafirði fara af stað fyrir alvöru um það bil viku seinna en æðarvörp á öðrum landshlutum. Þegar litið er á landið í heild og hvernig varpið fer af stað, þá er hægt að segja að varpið hefjist á Suðurlandi en fari réttsælis um landið og sé síðbúnast við landið austanvert, það er að Breiðafirði undanskildum þar sem varp er á svipuðum tíma og á landinu austanverðu.