Borgin frá sjónarhorni barna. Áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur samningur um réttindi barna og samofinn starfsumhverfi leikskóla á Íslandi. Löggjöfin, reglugerðir og aðalnámsskrá leikskóla setur jafnframt ramma fyrir námsumhverfi leikskóla á Íslandi. En standa sveitarfélögin vörð um þau réttindi með þéttingu byggðar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hermann Georg Gunnlaugsson 1966-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33469
Description
Summary:Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur samningur um réttindi barna og samofinn starfsumhverfi leikskóla á Íslandi. Löggjöfin, reglugerðir og aðalnámsskrá leikskóla setur jafnframt ramma fyrir námsumhverfi leikskóla á Íslandi. En standa sveitarfélögin vörð um þau réttindi með þéttingu byggðar? Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort ástæður fyrir uppreisn fagfólks gegn neikvæðri þróun á aðstæðum leikskóla barna í Svíþjóð geti endurtekið sig í Reykjavík. Er skipulagið unnið með tillit til þarfa barnsins? Er rými fyrir börn sé að verða of lítið. Er útisvæðum barna við leikskóla fórnað þegar byggð er þétt? Greiningar á umfjöllun í íslenskum skipulagsáætlunum um þarfir og réttindi barna eru sláandi, en aðeins örlar á nýjum áherslum við gerð hverfisskipulags í Reykjavík. Fyrir 40 árum voru ákvæði um ekki minna en 20 m² útisvæði á hvert barn. Með setningu nýrrar löggjafar árið 2008, endurskoðun reglugerðar um starfsumhverfi leikskóla árið 2009 og nýrri aðalnámsskrá leikskóla árið 2011 var fallið frá stærðarákvæðum í eldri reglugerðum. Í nýjustu reglugerð eru engin stærðar viðmið lengur. Sænsk viðmið um útileiksvæði skilgreina 40 m² á hvert barn og að virka leiksvæðið sé aldrei minna en 3.000 m². Rannsóknir undirstrika þó að stærðir útisvæðanna eru ekki lykilatriðið, og hugtakið virknikostir (e. affordance) er mælikvarði sem er notaður til að skilgreina eiginleika umhverfis og landslagsgerð á leikskólalóðinni og nágrenni leikskóla sem bjóða börnunum upp á fjölbreyttar aðstæður til leikja, áskoranir og örvandi leikumhverfi. Nýjasta vinnuaðferðin í Svíþjóð og hugmyndafræðin „borgin í augnhæð“ í Stokkhólmi er að greina áhrif skipulagsáætlana á umhverfi barna með þverfaglegum áherslum út frá þörfum og réttindum barna. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að við þurfum að gera betur til að standa vörð um réttindi barna þegar kemur leikumhverfi leikskólabarna og nágrenni leikskóla. Til þess þarf hugarfarsbreytingu og endurskoða þarf þá löggjöf, reglugerðir og aðra umgjörð sem styður við starfsumhverfi leikskólabarna ...