Tækifæri í endurvinnslu raf- og rafeindatækja á Íslandi með kvikri kefisnálgun

Ritgerð þessi skoðar möguleika fólgna í að endurvinna raf- og rafeindatækjaúrgang á Íslandi. Tilgangurinn er að ákvarða hvort að slík endurvinnsla sé fjárhagslega raunhæf og að finna inngrip sem auka líkur á fjárhagslegri velgengni. Framkvæmd var kerfisgreining til þess að finna lykilbreytur í hugmy...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rakel Dís Ingólfsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33401
Description
Summary:Ritgerð þessi skoðar möguleika fólgna í að endurvinna raf- og rafeindatækjaúrgang á Íslandi. Tilgangurinn er að ákvarða hvort að slík endurvinnsla sé fjárhagslega raunhæf og að finna inngrip sem auka líkur á fjárhagslegri velgengni. Framkvæmd var kerfisgreining til þess að finna lykilbreytur í hugmyndafræðilegu líkani sem fylgir raf- og rafeindatækjum frá innflutningi, gegnum líftíma og að lokum í söfnun þaðan sem úrgangurinn færi í gegnum endurvinnsluferil. Út frá hugmyndafræðilegu líkani er byggt stærðfræðilíkan sem er hermt í STELLA Architect® hugbúnaði til þess að vigta kvik áhrif og inngrip. Líkanið spáir fyrir um söfnun raf- og rafeindatækja og mögulegan kostnað og tekjur sem skapast við endurvinnslu. Fjögur inngrip eru hermd: Grunnlínu hermun þar sem einungis er hermt flæði gegnum samfélag og endurvinnsla, inngrip þar sem greitt er fyrir skil á raf- og rafeindatækjaúrgangi, inngrip þar sem raf- og rafeindatækjaúrgangur er fluttur inn frá Noregi og að lokum inngrip þar sem ríkið leggur til fjármagn. Niðurstöður hermunar eru jákvæðar og sýna að það gæti verið tækifæri fólgið í því að endurvinna raf- og rafeindatækjaúrgang á Íslandi þar sem allar keyrslur skiluðu hagnaði fyrir 2050. Inngrip sem hermd voru gáfu betri niðurstöður og minnkuðu áhrif breytileika í kostnaði og tekjum. Megin framlag þessarar ritgerðar er kerfisleg nálgun til þess að skoða tækifæri fólgin í endurvinnslu raf- og rafeindatækja á Íslandi og til að aðstoða við ákvarðanatöku. This thesis investigates the possibility of recycling Waste Electric and Electronic Equipment (WEEE) in Iceland. The purpose is to weigh if there is a financial opportunity in investing in WEEE recycling and to provide possible policy interventions to increase the likelihood of the endeavor being successful. The methods of systems analysis were applied to construct a conceptual model identifying the key factors in a system following electric and electronic equipment from import, through the equipment’s lifecycle and finally into collection, wherefrom said ...