Reynsla unglinga af streitu, þreytu og svefni í daglegu lífi. Eigindleg rýnihóparannsókn á meðal 13-16 ára unglinga á Íslandi 2018

Inngangur: Streita, þreyta og svefnleysi hafa aukist undanfarna áratugi meðal unglinga í vestrænum samfélögum. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni neikvæð áhrif þessara þátta á líkamlega og andlega heilsu hefur ekki nægileg áhersla verið lögð á þá þætti í forvörnum fyrir unglinga. Markmið: Markmið rannsó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorbjörg Rún Eysteinsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33382
Description
Summary:Inngangur: Streita, þreyta og svefnleysi hafa aukist undanfarna áratugi meðal unglinga í vestrænum samfélögum. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni neikvæð áhrif þessara þátta á líkamlega og andlega heilsu hefur ekki nægileg áhersla verið lögð á þá þætti í forvörnum fyrir unglinga. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn inn í upplifun íslenskra unglinga af streitu og þreytu í daglegu lífi ungs fólks og kanna helstu áhrifaþætti. Aðferðir: Kynjaskipt rýnihópaviðtöl voru tekin við 114 nemendur í 8-10. bekk í átta grunnskólum á Íslandi (53% stelpur) vorið 2018. Notast var við lýsandi þemagreiningu við kóðun og greiningu gagnanna. Niðurstöður: Niðurstöður birtust í þremur yfirþemum: 1) Að hafa mikið að gera er eðlilegt viðmið, 2) svefn og þreyta, 3) kynjamunur á streitu og þreytu. Í öllum hópum lýstu unglingarnir því að þeir og jafnaldrar þeirra væru oft þreyttir, aðallega vegna skorts á svefni. Bentu þátttakendur á aðgerðir sem helstu stofnanir samfélagsins, það er skóli, heimili og íþróttafélög, geta beitt til að minnka svefnleysi og þreytu meðal þeirra. Þeir töldu skólann byrja of snemma á morgnana, íþróttaæfingar væru of seint á kvöldin og skortur væri á eftirfylgni með svefnvenjum inni á heimilum þeirra. Að vera upptekin, aðallega við nám og íþróttir, var talið eðlilegt viðmið en að jafnframt gæti það þó valdið streitu, sérstaklega við að forgangsraða skyldum og athöfnum. Námstengdir þættir voru nefndir sem meginorsök streitu en stelpur greindu þó frekar frá námstengdri streitu og lýstu einnig fleiri bjargráðum gegn þreytu. Ályktun: Þörf er á samfélagsmiðuðum inngripum til að bæta svefn og efla andlega heilsu unglinga. Introduction: Adolescents in Western societies report rising levels of daily stress, fatigue and sleep deprivation. Despite the negative effects of these factors on mental and physical health, public health interventions have not focused on stress prevention and sleep. Objectives: The aim of this study was to get an insight into chronic stress and fatigue among adolescents in Iceland and ...