Fæðuval eyrugla (Asio otus) á Íslandi

Eyruglur (Asio otus) á Íslandi hafa verið lítið rannsakaðar enda nýlegir varpfuglar hér á landi. Eyruglur á öðrum heimssvæðum éta helst stúfmýs (Microtus spp.) sem finnast ekki hér á landi og því var áhugavert að rannsaka hver sé helsta fæða eyrugla á Íslandi. Fæða þeirra var metin út frá ugluælum þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Helga Jónsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33362
Description
Summary:Eyruglur (Asio otus) á Íslandi hafa verið lítið rannsakaðar enda nýlegir varpfuglar hér á landi. Eyruglur á öðrum heimssvæðum éta helst stúfmýs (Microtus spp.) sem finnast ekki hér á landi og því var áhugavert að rannsaka hver sé helsta fæða eyrugla á Íslandi. Fæða þeirra var metin út frá ugluælum þar sem samapökkuð beinin voru greind eftir fremsta megni. Ælunum var safnað frá vori og fram á sumar 2018 og líklega voru flestar ælurnar frá því um veturinn 2017/2018. Þyngd músa í ælum var könnuð með lengdarmælingum á kjálkabeini, til að gefa sýn á hvort þær sækist frekar í yngri dýr eða eldri. Einnig var skoðaður fjöldi dýra í hverri ælu. Niðurstöður leiddu í ljós að það er greinilegt að eyruglur á Íslandi stóla langmest á mýs í sinni fæðu, en mýs reyndust 93% af heildarfjölda einstaklinga bráðar í fæðu. Það samræmist öðrum rannsóknum þar sem helsta bráð þeirra eru smáspendýr (93,5%). Helsti munurinn er í tegundum bráðar, en á flestum öðrum svæðum innan útbreiðslu eyruglunnar eru stúfmýs í meirihluta bráðar. Hér á Íslandi var meirihluti bráðar hinsvegar hagamýs (Apodemus sylvaticus) (70%). Einnig komu fram húsamýs (Mus musculus) (1%), en 24% músa var ekki hægt að greina niður í tegundir. Fuglar mældust 7% af bráðinni sem er einnig nokkuð í takti við fyrirliggjandi rannsóknir á eyruglum annarsstaðar og eru oftast á bilinu 1,8 til 12%. Eyruglur virtust skv. þessari rannsókn sækja frekar í minni/yngri mýs, en að meðaltali voru mýsnar sem þær átu 15,4 g. Að meðaltali fundust 1,88 dýr í ælu. Fæðuval eyrugla á Íslandi væri þó áhugavert að skoða nánar, en bera mætti saman fæðuval milli árstíða til að bæta við þekkinguna. Long-eared owls (Asio otus) recently colonized Iceland and their biology is at present poorly understood. Over most of their global distribution long-eared owls depend mainly on voles (Microtus spp.) but this rodent group is absent in Iceland. Therefore it is of high value to study the feeding ecology of long-eared owls in Iceland. The diet was studied by examination of owl pellets containing mainly ...