"Áskoranir til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni" Dæmi frá Borgarnesi.

Á undanförnum árum hefur mikill uppgangur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu en ferðaþjónustuaðilar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Í þessu verkefni var gerð rannsókn á helstu áskorunum til uppbyggingar ferðaþjó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magdalena Mazur 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33329
Description
Summary:Á undanförnum árum hefur mikill uppgangur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu en ferðaþjónustuaðilar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Í þessu verkefni var gerð rannsókn á helstu áskorunum til uppbyggingar ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og einblínt var á þéttbýliskjarnann Borgarnes. Rannsóknarsnið sem varð fyrir valinu var viðtalsrannsókn en tekin voru sjö viðtöl við hagaðila í Borgarnesi til þess að öðlast dýpri skilning á upplifun viðmælenda á viðfangsefninu. Rannsóknarspurningin var: Hverjar eru helstu áskoranir til uppbyggingar ferðaþjónustunnar í Borgarnesi að mati hagaðila? Niðurstöður varpa ljósi á fjölda áskorana en þær helstu hafa hindrandi áhrif á frekari uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Borgarnes er fjölsóttur viðkomustaður ferðamanna en aftur á móti hefur reynst erfitt að laða ferðamenn að bænum til dvalar í lengri tíma. Aðdráttarafl er samt hægt að auka með því að skapa ákveðna sérstöðu. Það er hins vegar samkeppni á milli ferðaþjónustufyrirtækja og sérstaða fyrirtækja er tjáð með markaðssetningu á Internetinu, sem getur verið undirorpin háum fjárhæðum. Ljóst er að skipulag og stefnumótun eru málefni sem er ábótavant og framtíð greinarinnar er því óljós að mati hagaðila í ferðaþjónustu. Til þess að draga úr áskornum er brýn þörf fyrir aukna samvinnu í ferðamálum til þess tryggja sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Hagaðilar hafa hins vegar mikla trú á samfélaginu þar sem vilji og hugmyndir að uppbótum eru til staðar og jákvæð viðhorf eru ríkjandi til frekari samvinnu aðila í framtíðinni. Tourism in Iceland has evolved enormously in the last decade, which had good influence on the country´s economy therefore the government has aimed to increase tourism development in every region. The subject of this essay is how tourism industry‘s stakeholders experience challenges in tourism development on the countryside, and the focus is on the case of a small town called Borgarnes. The theoretical basis of the research ...