Áhrif krækilyngs á spírun og vöxt túnvinguls

Bælilífi er einn þáttur í því að plöntur geti haft forskot á aðrar plöntur sem keppa um sömu auðlindir og þær. Með efnum sem plantan seytir getur hún haft mjög afdrifarík áhrif á plöntur nálægt sér. Efnin geta hindrað vöxt og haft slæm áhrif á lifun plantnanna í kring. Þannig minnkar plantan samkepp...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33327
Description
Summary:Bælilífi er einn þáttur í því að plöntur geti haft forskot á aðrar plöntur sem keppa um sömu auðlindir og þær. Með efnum sem plantan seytir getur hún haft mjög afdrifarík áhrif á plöntur nálægt sér. Efnin geta hindrað vöxt og haft slæm áhrif á lifun plantnanna í kring. Þannig minnkar plantan samkeppni sína og hefur þannig greiðari aðgang að auðlindum. Krækilyng (Empetrum nigrum L.) er tegund sem sýnt hefur verið fram á að stundi bælilífi. Krækilyng er fjölært lyng sem vel kunnugt er flestum. Krækilyngið er mjög útbreytt á Íslandi og finnst bæði á láglendi og hálendi. Hingað til hafa ekki verið gerðar rannsóknir á hindrandi áhrifum krækilyngs hér á landi. Þar sem krækilyng er mjög algeng tegund er vert að velta fyrir sér þeim möguleika að það geti einnig haft þessi sömu áhrif á Íslandi. Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort að krækilyngið hér á landi hafi áhrif á spírun og vöxt annarra tegunda. Settar voru fram tvær tilgátur. Annars vegar að krækilyng hafi áhrif á spírun og hinsvegar að krækilyng hafi áhrif á vöxt túnvinguls. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja við tilgáturnar. Því er hægt að álykta sem svo að krækilyng á Íslandi hafi neikvæð áhrif á spírun fræja túnvingulsins og að það hafi einnig neikvæð áhrif á rótarvöxt kímplantna hans. Jafnframt mætti segja að krækilyngið dragi úr vexti túnvinguls bæði hvað varðar fjölda blaða og myndun lífmassa. Allelopathy is one of the factors that help plants gain an advantage over other plants that compete for the same resources. The plant secretes chemicals that can have negative effect on other surrounding plants. The chemical can hinder growth and have a negative effect on the establishment of surrounding plants. In this way the plant can reduce competition from surrounding plant species, hence more resources are available to the plant. It has been shown that crowberry (Empetrum nigrum L.) has allelopathic effect on other plant species. Crowberry is very common in Iceland but there has never been done any research on the allelopathic effect of Icelandic ...