Æxlunarhættir ljósbera (Viscaria alpina L.) og hugsanlegir drifkraftar fyrir þróun sérbýlis

Þróun sérbýlis hjá blómplöntum hefur fangað athygli manna allt frá dögum Darwins. Hafa tegundir með kvensérbýli verið sérstaklega rannsakaðar með þróun þess í huga. Ljósberi (Viscari alpina) hefur aftur á móti hlotið litla eftirtekt þegar kemur að rannsóknum á sérbýli. Vísbendingar hafa verið uppi u...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Benedikt Traustason 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33324
Description
Summary:Þróun sérbýlis hjá blómplöntum hefur fangað athygli manna allt frá dögum Darwins. Hafa tegundir með kvensérbýli verið sérstaklega rannsakaðar með þróun þess í huga. Ljósberi (Viscari alpina) hefur aftur á móti hlotið litla eftirtekt þegar kemur að rannsóknum á sérbýli. Vísbendingar hafa verið uppi um að hjá sumum stofnum ljósbera sé kvensérbýli, þ.e. plöntur ýmist tvíkynja eða kvenkyns en því hefur aldrei verið lýst á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að: 1) greina kyn ljósberaplantna í tveimur stofnum í ólíku umhverfi, annars vegar láglendisstofns á Skeiðarársandi (80 m yfir sjó) í mildu og röku loftslagi og hins vegar hálendisstofns í Þúfuveri (um 600 m.y.s.) og 2) leita skýringa á þróun kvensérbýlis (gynodioecy) og sérbýlis. Gagnasöfnun fór fram sumarið 2018. Kvenplöntur reyndust vera ríflega ríflega fjórðungur stofnsins í Þúfuveri (28,5%) en engin kvenplanta fannst á Skeiðarársandi. Sjálfsfrjóvgun hafði ekki neikvæð áhrif á spírunarhæfni planta á Skeiðarársandi. Ekki reyndist vera munur á fjölda blóma milli kynja í Þúfuveri eða munur á spírunarhlutfalli. Marktækt neikvætt samband reyndist vera á milli hæðar ljósbera í Þúfuveri og spírunar en sama samband fannst ekki á Skeiðarársandi. Blómgunarferli kvenljósbera í Þúfuveri var frábrugðið tvíkynja einstaklingum þegar kom að þroskun frævu en kvenblómin voru marktækt fjótari að þroska frævu. Kvenblómin höfðu því lengri tíma til þess að frjóvgast heldur en tvíkynja blóm sem gefur þeim aukið forskot til víxlfrjóvgunar og gæti hjálpað til að viðhalda kvenblómum í stofni. Áhugavert væri að kanna fræframleiðslu ljósbera í Þúfuveri og bera saman milli kynja en fræframleiðslan gæti skýrt viðhald kvenblóma í stofninum. The evolution of dioecy in flowering plants is a well-established area of study where gynodioecious plants have been a special subject of interest. Little research has been done on the breeding system of Viscaria alpina but gynodioecy has been noted in some populations in Iceland. The aim of this study was to: 1) identify the gender distribution of ...