Upplifun og viðhorf erlendra notenda til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu: Framtíðarmöguleikar Strætós bs

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áberandi í umræðunni á undanförnum árum. Áætlað er að byggja upp bætt samgöngukerfi með lagningu borgarlínu, kerfi hraðvagna á sérakgreinum sem ekki verða heftar af bílaumferð. Markmið þessarar rannsóknar var hins vegar að fá innsýn í kosti og ókos...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Einar Sigurðsson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33321
Description
Summary:Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áberandi í umræðunni á undanförnum árum. Áætlað er að byggja upp bætt samgöngukerfi með lagningu borgarlínu, kerfi hraðvagna á sérakgreinum sem ekki verða heftar af bílaumferð. Markmið þessarar rannsóknar var hins vegar að fá innsýn í kosti og ókosti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu að mati erlendra íbúa hér á landi. Jafnframt var horft til annarra þátta eins og upplifunar og viðhorfs þeirra til ýmissa atriða, eins og tíðni ferða, verðs og gæða strætisvagna og áhrifa almenningssamgangna á loftslagsbreytingar, svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð, þar sem stuðst var við fyrirbærafræðilega nálgun. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga, sem hafa annað hvort dvalist sem ferðamenn á Íslandi, eða hafa flust til Íslands á allra síðustu árum. Fræðilegi hluti þessarar ritgerðar var einkum unninn út frá ritrýndum heimildum um almenningssamgöngur, erlendum sem íslenskum. Einnig var litið til samgöngustofnana og vefsíðu Strætó. Helst var lögð áhersla á mikilvægi almenningssamgangna fyrir samfélög, tengsl samgangna og ferðaþjónustunnar, áhrifa almenningssamgangna á loftslagsbreytingar og viðhorfa erlendra íbúa til þessa samgöngumáta. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplifun og viðhorf erlendra íbúa til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sé afar fjölbreytt, en í megindráttum eru þeir sammála um að margt mætti betur fara. Sem dæmi voru viðmælendur sammála um neikvæða þætti eins og hátt verð, vöntun á posum, þá staðreynd að ekki er gefið til baka og skort á áreiðanleika. Viðmælendur voru þó almennt sammála um jákvæða þætti eins og þægindi, öryggi og áhrif almenningssamgangna á loftslagsmál. Public transportation in the capital area of Iceland has been discussed considerably in recent years. The plan is to build an improved transportation system with so-called Borgarlína (e. city line), a system of express buses on seperate lanes which will not be affected by surrounding car traffic. However, the main ...