„uss, þetta er leyndarmál“: Endurkröfur og sviksamlegar færslur í ferðaþjónustunni á Íslandi

Áætlað er að árið 2020 muni tap á heimvísu vegan sviksamlegra endurkrafna verða allt að 31,67 billjónir USA. Þetta er gríðarlegt vandamál sem fer vaxandi, þá sérstaklega þar sem færst hefur í aukanna að fyrirtæki bjóði upp á eða þiggi greiðslur fyrir þjónustu og/eða vöru í gegnum vefverslun og posa....

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Birgitta Björg Jónsdóttir 1993-, Thelma Sif Jósepsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33279
Description
Summary:Áætlað er að árið 2020 muni tap á heimvísu vegan sviksamlegra endurkrafna verða allt að 31,67 billjónir USA. Þetta er gríðarlegt vandamál sem fer vaxandi, þá sérstaklega þar sem færst hefur í aukanna að fyrirtæki bjóði upp á eða þiggi greiðslur fyrir þjónustu og/eða vöru í gegnum vefverslun og posa. Fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum í gegnum vefverslun eða posa verða fyrir ýmiss konar aðkasti vegna þess. Helsta er að korthafar tilkynni færslurnar inn sem endurkröfu í þeirri von að fá upphæðina endurgreidda frá söluaðila. Það er í höndum söluaðila að sanna fyrir kortaútgefanda hver nýtti sér vöruna og að vöru hafi verið neytt. Tilgangurinn með þessari ritgerð er að komast að því hvernig ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi bregðast við endurkröfum og sviksamlegum færslum. Tekin voru sex viðtöl við starfsfólk sem starfaði við endurkröfur og kortasvik hjá fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að endurkröfur og sviksamlegar endurkröfur eru vandamál hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi, og er þetta vandamáli sem fer vaxandi. Tvö af sex fyrirtækjum styðjast við 3D secure til þess að koma í veg fyrir sviksamlegar endurkröfur, önnur fyrirtæki voru í viðræðum ásamt því að eitt af fyrirtækjunum hugaði lítið að öryggiskerfum. Þessi rannsókn getur nýst nýjum og eldri fyrirtækjum á markaði sem vilja skilja endurkröfuferlið. Einnig kom upp sú hugmynd eftir þessa rannsókn að stofna endurkröfu fyrirtæki og byði það einnig upp á íslenskt öryggiskerfi fyrir fyrirtæki. It is estimated that by 2020 fraudulent transactions worldwide will be about 31,6 billion USD. Therefor this is a huge problem, especially since it has become more common for companies to offer and accept card payments though their websites and with a card machine. Companies that accept card payments through websites and point of sale terminals can fall victim to a variety of things. The most common being that cardholders dispute the transaction to the card issuer in the hopes of getting a refund from the seller. It is the ...