Mental health, well-being and Multiple sclerosis

Andleg líðan fólks með MS á Íslandi hefur ekki verið skoðuð. Rannsóknir erlendis frá sýna að andleg heilsa einstaklinga með MS er lakari í samanburði við þá sem ekki eru með sjúkdóminn. Markmið rannsóknarinnar var að skoða andlega líðan fólks með MS á Íslandi og athuga hvort hún væri öðruvísi en hjá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Ragnheiður Lárusdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:English
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33240
Description
Summary:Andleg líðan fólks með MS á Íslandi hefur ekki verið skoðuð. Rannsóknir erlendis frá sýna að andleg heilsa einstaklinga með MS er lakari í samanburði við þá sem ekki eru með sjúkdóminn. Markmið rannsóknarinnar var að skoða andlega líðan fólks með MS á Íslandi og athuga hvort hún væri öðruvísi en hjá samanburðarhópi þegar kæmi að kvíða (GAD-7), þunglyndi (PHQ-9), þreytu (MFIS-5) og streitu (PSS). Að auki voru þættir skoðaðir sem komu að stuðningi, hreyfingu, aldri og Epstein-Barr veirunni. Niðurstöður sýndu að fólk með MS skoraði marktækt hærra en samanburðarhópur á öllum listunum sem mældu andlega líðan sem bendir til að andleg heilsa sé verri. Einstaklingar með MS sem nutu meiri stuðnings upplifðu minni þunglyndis- og streitueinkenni ásamt því að hreyfing virtist minnka upplifaða þreytu hjá þeim sem stunduðu líkamsrækt samanborið við þá sem hreyfðu sig ekki. Þátttakendur sem voru 40 ára eða eldri með MS upplifðu meiri þreytu en samanburðarhópurinn. Þá kom í ljós að fólk með MS var líklegra til að hafa fengið Epstein-Barr veiruna sem hefur verið nefnd í tengslum við orsakir MS. Fleiri rannsóknir þurfa að vera gerðar til að auka skilning á andlegri líðan fólks með MS á Íslandi. Lykilorð: MS, andleg heilsa, stuðningur, hreyfing, Epstein-Barr veira Mental health status among people diagnosed with MS in Iceland has not been studied. Studies abroad have shown that mental health is worse among people with MS compared to healthy controls. The aim of this study was to look at mental health status among people in Iceland diagnosed with MS and see whether they differed from controls on general anxiety (GAD-7), depression (PHQ-9), fatigue (MFIS-5) and perceived stress (PSS) as well as social support, age, exercise and Epstein-Barr virus. Participants were 363 individuals, 152 diagnosed with MS and 212 controls. Results showed that people with MS scored significantly higher than the control group on all measures of mental health indicating their worse psychological being. People with MS who had more support had lower ...